Fótbolti

Byrjunarliðin klár í Aþenu

NordicPhotos/GettyImages

Nú er búið að tilkynna byrjunarliðin í úrslitaleik Meistaradeildarinnar milli Liverpool og AC Milan í Aþenu. Bæði lið spila með þétta miðju og einn framherja. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin og nokkra mola um úrslitaleikinn sem senn er að hefjast. Dirk Kuyt spilar einn í framlínu Liverpool og þar á bæ hefur Bolo Zenden fengið grænt ljós á að vera í byrjunarliði. Pippo Inzaghi er einn í framlínu Milan.

 

AC Milan: Dida; Massimo Oddo, Alessandro Nesta, Paolo Maldini, Marek Jankulovski; Gennaro Gattuso, Andrea Pirlo, Massimo Ambrosini, Clarence Seedorf, Kaka; Filippo Inzaghi.

Liverpool: Pepe Reina; Steve Finnan, Daniel Agger, Jamie Carragher, John-Arne Riise; Jermaine Pennant, Javier Mascherano, Xabi Alonso, Steven Gerrard, Bolo Zenden; Dirk Kuyt.

Þegar lið leika til úrslita í Meistaradeildinni er dregið um hvort liðið er "heimaliðið" í leiknum og fær því að spila í heimabúningum sínum. Það var Milan sem dró heimavöllinn, en liðið kaus engu að síður að spila úrslitaleikinn í hvítu búningunum sínum sem þeir kalla "maglia fortunata" vegna góðs árangurs sem náðst hefur í úrslitaleikjum þegar leikmenn hafa klæðst honum. Milan hefur unnið fimm af sex úrslitaleikjum sínum í hvíta búningnum. Það er hinsvegar áhugavert að Liverpool hefur alla fimm Evróputitla sína gegn liðum sem klæddust hvítum búningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×