Fótbolti

Keppni lauk á Ítalíu í dag

Totti skoraði 26 mörk fyrir Roma á leiktíðinni og varð markahæstur
Totti skoraði 26 mörk fyrir Roma á leiktíðinni og varð markahæstur AFP

Í dag fór fram lokaumferðin í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu. Chievo Verona þurfti að bíta í það súra epli að falla úr deildinni eftir sex ára veru meðal þeirra bestu, en Reggina, Siena og Parma unnu öll leiki sína og tryggðu sæti sitt. Chievo var í 14. sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina.

Fiorentina burstaði Sampdoria 5-1, Ítalíumeistarar Inter lögðu Torino 3-0 og toppuðu frábæra leiktíð með mörkum frá Maicon, Figo og varnarmanninum Marco Materazzi - sem skoraði sitt 10. deildarmark í vetur. Þá tryggði Francesco Totti sér markakóngstitilinn með því að skora tvö mörk í 4-3 sigri Roma á Messina. Ascoli kvaddi deildina með því að leggja Cagliari 2-1, en liðið var þegar fallið. Palermo lagði Udinese 2-1 á útivelli. Christiano Lucarelli skoraði 20 mörk í deildinni í vetur og tvö síðustu setti hann fyrir Livorno í 4-2 sigri liðsins á Atalanta. Hann er orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×