Leik ÍBV og Stjörnunar frestað
Leik ÍBV og Stjörnunnar í fyrstu deildinni hefur verið frestað aftur vegna þess að ófært er með flugi til Eyja. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var þá frestað þar til í kvöld. Leikurinn hefur verið færður til klukkan 16:00 á sunnudaginn.