Innlent

Frístundakort í salt um sinn

Vinstri grænir gagnrýna að ekki verði hægt að nota frístundakortin í Reykjavík til að greiða fyrir þjónustu frístundaheimlis ÍTR. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá við atkvæðagreiðslu um frístundakort fyrir 6-18 ára börn í borginni og harmar að ekki hafi náðst þverpólitísk samstaða um málið.

Upphaflegt markmið kortsins, að auðvelda börnum og unglingum í Reykjavík að sinna uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag fjölskyldna fer fyrir lítið, segir í bókuninni, ef styrkurinn nær aðeins til frjálsra félagasamtaka og einkaaðila. Flokkurinn bendir á að áætlað framlag til frístundaheimilanna séu tæpar 650 milljónir á meðan rúmlega 2.500 milljónir eru áætlaðar í styrki, en stór hluti þeirra fari til íþróttafélaganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×