Fótbolti

Trezeguet: Ég spila ekki lengur hjá Juventus

Trezeguet er orðinn leiður á forráðamönnum Juventus
Trezeguet er orðinn leiður á forráðamönnum Juventus NordicPhotos/GettyImages

Franski framherjinn David Trezeguet hjá Juventus segist ekki ætla að halda áfram að leika með liðinu á næstu leiktíð þó það hafi tryggt sér sæti í A-deildinni á ný. "Það er ekki möguleiki á að ég verði áfram og viðræðum um það verður ekki haldið áfram," sagði Frakkinn í dag.

Trezeguet hefur verið lengi í viðræðum við félagið um að framlengja samning hans fram yfir næstu leiktíð, en hefur nú fengið nóg. "Það hefði verið betra ef forráðamenn félagsins hefðu bara sagt mér að þeir vildu ekkert með mig hafa - frekar en að bjóða mér svona fáránlegan samning. Ég vildi halda áfram með Juve - en þeir vildu mig ekki," sagði framherjinn.

Hann neyddist til að spila með Juve í B-deildinni í vetur en gerði það með sóma. "Ég gerði það sem félagið krafðist af mér og skilaði Didier Deschamps þjálfara þeim 15 mörkum sem ég lofaði honum," sagði Trezeguet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×