Fótbolti

Inter sýknað af símahlerunum

NordicPhotos/GettyImages

Inter Milan hefur verið hreinsað af ásökunum um að félagið hafi hlerað símtöl leikmanna og dómara. Þetta tilkynnti knattspyrnusamband Ítalíu í dag. Fyrrverandi leikmenn Inter, Christian Vieiri og Ronaldo voru meðal þeirra sem sögðu Inter hafa njósnað um sig, og einnig dómarinn Massimo De Santis.

De Santis er einn þeirra dómara sem fundnir voru sekir um að hagræða úrslitum á Ítalíu í fyrra. Vieri er þó ekki sáttur við niðurstöðuna og stendur nú í einkamáli gegn félaginu. „Ég er mjög hissa á að þeir hafi lokað málinu. Ég held að sambandið hafi ekki skoðað sannanirnar nógu vel," sagði lögfræðingur Vieri, Danilo Buongiorno, við Reuters.

Hefði Inter verið dæmt í málinu hefði liðið hugsanlega verið sektað og stig tekin af félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×