Fótbolti

Lippi liggur enn undir feldi

NordicPhotos/GettyImages

Ítalski knattspyrnuþjálfarinn Marcello Lippi, sem stýrði Ítölum til sigurs á HM fyrir nákvæmlega ári síðan, liggur enn undir feldi og hefur ekki tekið neina ákvörðun um framtíð sína. Hann segir 10 félög hafa sett sig í samband við sig og boðið sér starf.

"Ég hef enn ekki tekið ákvörðun um framhaldið þó ég hafi fengið 10 fyrirspurnir - sum hver frá liðum utan Ítalíu. Það fer að koma tími til að byrja að starfa á ný, en ég mun aldrei gleyma þessari frábæru tilfinningu sem fylgir því að verða heimsmeistari," sagði Lippi og tók upp hanskann fyrir kollega sinn Fabio Capello sem var rekinn frá Real Madrid um daginn.

"Fabio vann frábært starf við mjög erfiðar aðstæður, en því miður var félagið löngu búið að gera upp hug sinn með framhaldið. Ég skil hinsvegar ekki ákvörðun þeirra og í mínum huga átti Capello að fá að halda áfram með liðið," sagði hinn 59 ára gamli Lippi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×