Menning

Hversu algengt er að höfundar drepi aðalpersónurnar í frægum bókum eða bókaröðum?

Aðdáendur galdrastráksins Harry Potter velta því nú fyrir sér hver örlög hans muni verða.
Aðdáendur galdrastráksins Harry Potter velta því nú fyrir sér hver örlög hans muni verða.

Þegar höfundur lýkur við bók lýkur þar með lífi persónunnar sem hann hefur skapað. Lesanda er að sjálfsögðu frjálst að lesa það sem hann vill út úr sögulokunum: Hvað tekur nú við hjá þeim? Hvað skyldu þau fara að gera núna? og svo framvegis. Séu persónurnar látnar farast á voveiflegan hátt er lesandanum líka frjálst að túlka það eins og honum sýnist. Var þetta kannski bara plat? Rís hann upp frá dauðum? og svo framvegis.

Meðvituð ákvörðun höfundar um að drepa hetjuna getur verið verkfæri í höndum hans. Höfundur ætlar sér ekki að láta verða framhald á sögunni og til þess að ganga frá öllum lausum endum eru örlög hetjunnar ákvörðuð með endanlegum hætti. Það þykir ekki góð latína þegar söguhetjan snýr aftur eins og ekkert sé þótt hún hafi dáið áður. Frægt dæmi um þetta er þegar Bobby Ewing, yngsti sonurinn í Dallas-sjónvarpsþáttunum, lætur lífið í bílslysi í lok sjöundu þáttaraðar. Eftir þetta dró hins vegar mikið úr áhorfinu á Dallas og í kjöldarið var Bobby látinn snúa aftur. Andlát hans, og reyndar öll áttunda þáttaröðin eins og hún lagði sig, var þá látið vera draumur Pamelu, eiginkonu Bobbys.

Lesið meira á Vísindavefnum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.