Erlent

Íslendingur uppgötvar óstöðvandi leikaðferð í dammtafli

Fjölmiðlar víða um heim greina frá því að með sérstökum tölvuhugbúnaði hafi verið fundin leikaðferð í dammtafli sem ekki getur ekki endað með öðru en sigri. Íslenskur vísindamaður, dr. Yngvi Björnsson, tók þátt í smíði hugbúnaðarins. Þá var hann einn af aðalhöfundum greinar sem birtist í hinu virta vísindatímariti Science þar sem málið er kunngjört.

Teymið hannaði og smíðaði hugbúnað sem var notaður til að sanna, að með bestu mögulegu spilamennsku beggja leikmanna í dammtafli verður niðurstaðan alltaf jafntefli. Hugbúnaðurinn keyrði á afar öflugum tölvuklasa og það tók hann nokkur ár að ljúka sönnuninni.

Mögulegar stöður sem geta komið upp í dammtalfli eru yfir 500 milljarðar milljarða talsins. Það er um miljón sinnum fleiri en við sambærileg viðfangsefni sem leyst hafa verið hingað til.

Hugbúnaðurinn sem notaður var byggir á gervigreindartækni. Lausnin þykir marka tímamót í þróun gervigreindar. Þess má geta að eitt allra fyrsta gervigrindarkerfið, sem leit dagsins ljós fyrir um hálfri öld, var notað til að spila dammtafl.

Fundist hafa allt að fimm þúsunda ára gamlar leifar af hinu sívinsæla borðspili dammtafli.

.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×