Innlent

Áreitti flugfreyjur og hótaði þeim

Ofurölvaður flugdólgur, sem handtekinn var í Leifsstöð við komuna til landsins í gærmorgun frá Bandaríkjunum, á yfir höfði sér himin háar sektir og janfvel fangelsisdóm. Maðurinn veittist meðal annars að flugfreyjum og brást ókvæða við þegar lögregla hugðist ræða við hann.

Maðurinn sem er Íslendingur á fimmtugsaldri hafði valdið farþegum ónæði á leiðinni. Hann var ofurölvi og áreitti meðal annars tvær flugfreyjur, veittist að þeim og hótaði. Við komuna í Leifstöð hélt hann áfram uppteknum hætti og því var óskað eftir aðstoð lögreglu. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum þá réðist maðurinn að henni þegar hún hugðist ræða við hann. Því var hann handtekinn og fluttur í fangageymslur, þar sem hann var látinn sofa úr sér ölvímuna. Honum var sleppt í gærkvöldi að skýrslutöku lokinni og á yfir höfði sér háar sektir, meðal annars fyrir ofbeldi gegn lögreglumönnum. Lögreglan hefur þegar lagt fram kæru sem og Icelandair vegna brots á loftferðalögum fyrir að stefna öryggi loftfars í hættu en slíkt er litið mjög alvarlegum augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×