Fagnar niðurstöðunni en lýsir yfir þungum áhyggjum Árni Sæberg skrifar 26. september 2024 16:47 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands fagnar því að margra ára rannsókn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra á hendur sex blaðamönnum sé nú lokið. Samt sem áður lýsir félagið yfir þungum áhyggjum af því að Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra skuli um margra ára skeið hafa haft blaðamenn til rannsóknar fyrir að sinna starfi sínu. Í yfirlýsingu frá stjórn BÍ segir að félagið hafi bent á frá upphafi rannsóknarinnar að aldrei hafi verið grundvöllur fyrir henni, enda hafi hún beinst að þeirri háttsemi blaðamanna að taka við upplýsingum frá heimildarmönnum um samfélagslega mikilvæg málefni og miðla þeim til almennings með ábyrgum hætti. „Í því felst ekki refsiverð háttsemi blaðamanna heldur þvert á móti stjórnarskrárvarin frumskylda blaðamanna í lýðræðislegu þjóðfélagi.“ Skapi réttaróvissu um störf allra blaðamanna Um leið og BÍ fagni því að málinu sé nú lokið lýsi félagið þungum áhyggjum af því að Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra skuli um margra ára skeið hafa haft blaðamenn til rannsóknar fyrir að sinna starfi sínu. „Auk þeirra beinu og verulegu áhrifa sem rannsóknin hefur haft á líf og störf þeirra blaðamanna sem í hlut áttu hefur hún skapað réttaróvissu um störf allra starfandi blaðamanna á Íslandi og haft víðtæk fælingaráhrif. Þótt það sé von BÍ að þetta hafi ekki verið eitt af markmiðum lögreglu með rannsókninni hefur framganga hennar í málinu gert það erfitt að útiloka með öllu að sú sé raunin.“ Fordæmalaus yfirlýsing Þá segir að yfirlýsing sem Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra birti opinberlega fyrr í dag um niðurfellingu málsins sé ekki til þess fallin að eyða framangreindum vafa og endurheimta það traust sem fyrri framganga embættisins í málinu hafi grafið undan. Í yfirlýsingunni, sem fá ef nokkur fordæmi séu fyrir í íslenskri réttarframkvæmd, felist ekki hlutlæg greinargerð um lyktir málsins heldur sé þar þvert á móti staðhæft að allir sakborningar í málinu gætu hafa sýnt af sér atferli sem geti flokkast undir brot á almennum hegningarlögum. „BÍ lýsir furðu sinni á þessari yfirlýsingu lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sem er hvorki í samræmi við niðurstöðu embættisins í málinu né almennar starfsskyldur þess. BÍ mun aðstoða hlutaðeigandi félagsmenn við að leita réttar síns í málinu kjósi þeir að leita hans og jafnframt leggja mat á hvort og þá hvernig brugðist verði við þessu fordæmalausa máli af hálfu félagsins.“ Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Í yfirlýsingu frá stjórn BÍ segir að félagið hafi bent á frá upphafi rannsóknarinnar að aldrei hafi verið grundvöllur fyrir henni, enda hafi hún beinst að þeirri háttsemi blaðamanna að taka við upplýsingum frá heimildarmönnum um samfélagslega mikilvæg málefni og miðla þeim til almennings með ábyrgum hætti. „Í því felst ekki refsiverð háttsemi blaðamanna heldur þvert á móti stjórnarskrárvarin frumskylda blaðamanna í lýðræðislegu þjóðfélagi.“ Skapi réttaróvissu um störf allra blaðamanna Um leið og BÍ fagni því að málinu sé nú lokið lýsi félagið þungum áhyggjum af því að Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra skuli um margra ára skeið hafa haft blaðamenn til rannsóknar fyrir að sinna starfi sínu. „Auk þeirra beinu og verulegu áhrifa sem rannsóknin hefur haft á líf og störf þeirra blaðamanna sem í hlut áttu hefur hún skapað réttaróvissu um störf allra starfandi blaðamanna á Íslandi og haft víðtæk fælingaráhrif. Þótt það sé von BÍ að þetta hafi ekki verið eitt af markmiðum lögreglu með rannsókninni hefur framganga hennar í málinu gert það erfitt að útiloka með öllu að sú sé raunin.“ Fordæmalaus yfirlýsing Þá segir að yfirlýsing sem Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra birti opinberlega fyrr í dag um niðurfellingu málsins sé ekki til þess fallin að eyða framangreindum vafa og endurheimta það traust sem fyrri framganga embættisins í málinu hafi grafið undan. Í yfirlýsingunni, sem fá ef nokkur fordæmi séu fyrir í íslenskri réttarframkvæmd, felist ekki hlutlæg greinargerð um lyktir málsins heldur sé þar þvert á móti staðhæft að allir sakborningar í málinu gætu hafa sýnt af sér atferli sem geti flokkast undir brot á almennum hegningarlögum. „BÍ lýsir furðu sinni á þessari yfirlýsingu lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sem er hvorki í samræmi við niðurstöðu embættisins í málinu né almennar starfsskyldur þess. BÍ mun aðstoða hlutaðeigandi félagsmenn við að leita réttar síns í málinu kjósi þeir að leita hans og jafnframt leggja mat á hvort og þá hvernig brugðist verði við þessu fordæmalausa máli af hálfu félagsins.“
Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
„Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36