Hamra járnið meðan það er heitt í mansalsmálum Bjarki Sigurðsson skrifar 26. september 2024 19:30 Natlia Ollus er forstöðukona European Institute for Crime Prevention and Control (HEUNI). Vísir/Einar Finnskur sérfræðingur í hvernig taka eigi á vinnumansali segir Íslendinga verða að skerpa á því hvernig taka eigi á mansali. Mikilvægt sé að hamra járnið á meðan það er heitt líkt og nú eftir mál Quang Le. Í dag fór fram ráðstefna á vegum SA og ASÍ um vinnumansal á Íslandi. Stór mál hafa komið upp hér á landi síðustu mánuði, meðal annars tengd athafnamanninum Quang Le sem grunaður er um umfangsmikil mansalsbrot. Fenginn var finnskur sérfræðingur til að fræða gesti um aðgerðir þar en Finnar standa öðrum framar þegar kemur að aðgerðum gegn vinnumansali. „Vinnueftirlitsmenn í Finnlandi hafa sérstakt umboð til að fylgjast með farandverkafólki og hafa haft það í tuttugu ár. Síðustu ár höfum við haft sérstaka lögreglumenn sem sérhæfa sig í að rannsaka þessa glæpi. En við höfum líka félagasamtök sem styðja fórnarlömbin og ríkið veitir einnig fórnarlömbum misnotkunar á vinnumarkaði stuðning. Og við höfum miklar upplýsingar og vitneskju um þetta.“ Finnar glími við svipuð vandamál og Íslendingar í vinnumansali. Mál svipuð máli Quangs Le hafi komið upp þar. Mikilvægt sé að hamra járnið meðan það er heitt. „Ísland hefur góðan lagaramma til að takast á við þetta. Það er bara spurning um að framkvæma hann. Og svo er það spurning um að vinna saman og kannski að hafa í þessari stefnu skýr hlutverk og ábyrgð á því hver eigi að gera hvað, hvenær og fyrir hvaða peninga.“ SA og ASÍ hafa skorað á stjórnvöld að bregðast við sem allra fyrst. „Í heildina séð eru þetta fá mál sem betur fer. En við erum að hlusta og við heyrum að stéttarfélögin eru að fá tilkynningar. Við viljum bregðast við strax með forvörnum og aðgerðum til að koma í veg fyrir að íslenskur vinnumarkaður verði fyrir barðinu á einhverjum svona lögbrjótum og að hér þrífist vinnumansal,“ segir Maj-Britt. Maj-Britt Hjördís Briem er lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins.Vísir/Einar Mansal Vinnumarkaður Finnland ASÍ Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Fleiri fréttir Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Sjá meira
Í dag fór fram ráðstefna á vegum SA og ASÍ um vinnumansal á Íslandi. Stór mál hafa komið upp hér á landi síðustu mánuði, meðal annars tengd athafnamanninum Quang Le sem grunaður er um umfangsmikil mansalsbrot. Fenginn var finnskur sérfræðingur til að fræða gesti um aðgerðir þar en Finnar standa öðrum framar þegar kemur að aðgerðum gegn vinnumansali. „Vinnueftirlitsmenn í Finnlandi hafa sérstakt umboð til að fylgjast með farandverkafólki og hafa haft það í tuttugu ár. Síðustu ár höfum við haft sérstaka lögreglumenn sem sérhæfa sig í að rannsaka þessa glæpi. En við höfum líka félagasamtök sem styðja fórnarlömbin og ríkið veitir einnig fórnarlömbum misnotkunar á vinnumarkaði stuðning. Og við höfum miklar upplýsingar og vitneskju um þetta.“ Finnar glími við svipuð vandamál og Íslendingar í vinnumansali. Mál svipuð máli Quangs Le hafi komið upp þar. Mikilvægt sé að hamra járnið meðan það er heitt. „Ísland hefur góðan lagaramma til að takast á við þetta. Það er bara spurning um að framkvæma hann. Og svo er það spurning um að vinna saman og kannski að hafa í þessari stefnu skýr hlutverk og ábyrgð á því hver eigi að gera hvað, hvenær og fyrir hvaða peninga.“ SA og ASÍ hafa skorað á stjórnvöld að bregðast við sem allra fyrst. „Í heildina séð eru þetta fá mál sem betur fer. En við erum að hlusta og við heyrum að stéttarfélögin eru að fá tilkynningar. Við viljum bregðast við strax með forvörnum og aðgerðum til að koma í veg fyrir að íslenskur vinnumarkaður verði fyrir barðinu á einhverjum svona lögbrjótum og að hér þrífist vinnumansal,“ segir Maj-Britt. Maj-Britt Hjördís Briem er lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins.Vísir/Einar
Mansal Vinnumarkaður Finnland ASÍ Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Fleiri fréttir Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Sjá meira