Fótbolti

Berlusconi neitar að gefast upp á Shevchenko

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, neitar að gefast upp á að fá Andriy Shevchenko aftur til liðsins. Shevchenko fór til Chelsea frá Milan fyrir síðasta tímabil en náði ekki að standa undir væntingum þar. Miklar vangaveltur hafa verið um hvað hvað verði um leikmanninn og hefur hann verið orðaður við endurkomu til Milan.

Berlusconi hefur staðfest að hann vilji fá leikmanninn aftur á San Siro. „Við höfum lýst yfir áhuga okkar á að fá hann aftur, en vandamálið er Chelsea," sagði Berlusconi. „Við erum að bíða eftir rétta tækifærinu."

Berlusconi notaði tækifærið og sagði að brasilíski miðjumaðurinn Kaká væri ekki á leið frá félaginu. „Það hefur aldrei komið til greina að Kaká fari frá félaginu, bæði vegna þess að við viljum ekki selja hann og hann vill ekki yfirgefa félagið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×