Harrington hefði líklega hætt í golfi ef hann hefði ekki unnið Opna breska 24. júlí 2007 15:14 NordicPhotos/GettyImages Írinn Padraig Harrington sigraði 136. Opna breska meistaramótið um helgina þegar hann vann Sergio Garcia í fjögurra holu umspili eftir einna mest spennandi lokaholur síðustu ára. Þar með vann hann sinn fyrsta risatitil þó að hann hafi gert mikil mistök á síðustu holunni þegar hann sló tvisvar í lækinn, Barry Burn, sem farið var að minna óþægilega mikið á mótið frá árinu 1999 þegar Frakkinn Van de Velde tapaði mótinu svo eftirminnilega. Harrington fór upp í 6. sæti heimslistans eftir hinn frækilega sigur um helgina og jafnaði þar með besta áranguir sinn á listanum. Garcia fór einnig inn á topp 10 listann, er núna kominn í 8. sætið. Harrington fékk sex högg á síðustu holuna og með því átti Spánverjinn Garcia möguleika á því að vinna mótið með því að fá par á síðustu. En Spánverjinn sem var með þriggja högga forystu fyrir síðasta hringinn fékk skolla og tapaði svo með einu höggi í umspili. Harrington er fyrsti Evrópumaðurinn til að vinna risamót síðan Paul Lawrie vann í umspili á Carnoustie fyrir átta árum síðan. „Ef ég hefði tapað eftir það sem gerðist á átjándu þá veit ég ekki hvort að ég hefði áhuga á því að spila golf aftur," sagði Harrington, sem spilaði lokahringinn á 67 höggum og endaði mótið á sjö höggum undir pari. „Ég er búinn að þróast mikið sem kylfingur síðustu ár, en þegar ég varð atvinnumaður þá hefði ég verið ánægður að vera með í mótinu en að vera nefndur einn af þeim líklegu til að vinna mótið og að vinna mótið sannar það að ég er orðinn góður." Fyrir Garcia, sem spilaði síðasta hringinn á 73 höggum, þá verður erfitt að kyngja þessari niðurstöðu. „Satt að segja þá finnst mér ég ekki hafa gert nein mistök. Ég sló ekki eitt lélegt högg í umspilinu og púttaði ótrúlega vel en þau duttu bara ekki. Ég ætti að skrifa bók um það hvernig á að slá ekkert lélegt högg en tapa samt." Kylfingur.is Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Írinn Padraig Harrington sigraði 136. Opna breska meistaramótið um helgina þegar hann vann Sergio Garcia í fjögurra holu umspili eftir einna mest spennandi lokaholur síðustu ára. Þar með vann hann sinn fyrsta risatitil þó að hann hafi gert mikil mistök á síðustu holunni þegar hann sló tvisvar í lækinn, Barry Burn, sem farið var að minna óþægilega mikið á mótið frá árinu 1999 þegar Frakkinn Van de Velde tapaði mótinu svo eftirminnilega. Harrington fór upp í 6. sæti heimslistans eftir hinn frækilega sigur um helgina og jafnaði þar með besta áranguir sinn á listanum. Garcia fór einnig inn á topp 10 listann, er núna kominn í 8. sætið. Harrington fékk sex högg á síðustu holuna og með því átti Spánverjinn Garcia möguleika á því að vinna mótið með því að fá par á síðustu. En Spánverjinn sem var með þriggja högga forystu fyrir síðasta hringinn fékk skolla og tapaði svo með einu höggi í umspili. Harrington er fyrsti Evrópumaðurinn til að vinna risamót síðan Paul Lawrie vann í umspili á Carnoustie fyrir átta árum síðan. „Ef ég hefði tapað eftir það sem gerðist á átjándu þá veit ég ekki hvort að ég hefði áhuga á því að spila golf aftur," sagði Harrington, sem spilaði lokahringinn á 67 höggum og endaði mótið á sjö höggum undir pari. „Ég er búinn að þróast mikið sem kylfingur síðustu ár, en þegar ég varð atvinnumaður þá hefði ég verið ánægður að vera með í mótinu en að vera nefndur einn af þeim líklegu til að vinna mótið og að vinna mótið sannar það að ég er orðinn góður." Fyrir Garcia, sem spilaði síðasta hringinn á 73 höggum, þá verður erfitt að kyngja þessari niðurstöðu. „Satt að segja þá finnst mér ég ekki hafa gert nein mistök. Ég sló ekki eitt lélegt högg í umspilinu og púttaði ótrúlega vel en þau duttu bara ekki. Ég ætti að skrifa bók um það hvernig á að slá ekkert lélegt högg en tapa samt." Kylfingur.is
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira