Erlent

Sex fluttir á sjúkrahús eftir að hafa sýkst af hermannaveiki

Stokkhólmur.
Stokkhólmur. MYND/365

Flytja þurfti sex farþegar á skemmtiferðarskipi á spítala í Stokkhólmi í Svíþjóð í morgun eftir að grunur vaknaði um að þeir hefðu sýkst af hermannaveiki. Skipið var á ferð um Eystrasaltið þegar fólkið veiktist.

Fólkið, sem var með hópi eldra borgara um borð í skipinu, veiktist í gær. Sænskur skipslæknir taldi líklegt að um hermannaveiki væri að ræða og var því ákveðið að fara með fólkið sem fyrst til hafnar. Ekki liggur fyrir hverra þjóðar fólkið.

Skipið, Black Watch, hefur verið á siglingu um Eystrasaltið að undanförnu og meðal annars heimsótt borgirnar Tallin, Stokkhólm, St. Pétursborg, Kemi og Lulea. Skipið hélt áfram ferð sinni morgun til Dover í Englandi.

Ekki er vitað hvar fólkið á að hafa sýkst. Hermannaveiki orsakast af bakteríu sem kallast Legionelle pneumophila. Sýking af völdum þessarar bakeríu greindist fyrst á ráðstefnu gamalla bandarískra hermanna árið 1976. Bakterían herjar fyrst og fremst á lungu fólks og getur verið banvæn þeim sem eiga við öndunarsjúkdóm að stríða eða eru komnir á efri ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×