Erlent

Elsti gerviútlimur í heimi

Gervitá sem fannst á fæti egypskrar múmíu gæti hafa verið fyrsti nothæfi gerviútlimur í heimi. Fornleifafræðingar geta sér til að táin hafi verið smíðuð milli 1069 til 664 fyrir Krist. Ef satt reynist er táin nokkrum öldum eldri en rómanskur bronsfótur sem áður var talinn elsti gerviútlimur heims.

Táin er stóratá, gerð úr leðri og viði og eigandi hans var kona sem líklega missti stóru tá sína vegna sykursýki. Táin og eigandinn fundust í gröf í Egyptalandi árið 2000.

Táin er varðveitt Kaírósafninu í Kaíró í Egyptalandi og er þar til skoðunar. Til dæmis er verið er að prófa tána á sjálfboðaliðum sem misst hafa stórutá til að sannreyna hvort gervitáin hafi komið eiganda sínum að einhverju gagni við gang en ekki einungis haft þann tilgang að fela sárið.

Rómanski bronsfóturinn er talinn hafa verið smíðaður árið 300 fyrir Krist. Hann fannst í borginni Capua á Ítalíu. Í síðari heimsstyrjöldinni eyðilagðist leggurinn þegar Nasistar sprengdu upp læknisfræðisafn í London þar sem hann var varðveittur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×