Erlent

Skipt um óþéttan loka í Endeavour

Geimferjan Endeavour tekur á loft í eina af geimferðum sínum.
Geimferjan Endeavour tekur á loft í eina af geimferðum sínum. MYND/NASA

Bandaríska geimferðastofnunin NASA tilkynnti á miðvikudaginn að skipta ætti um óþéttan loka í geimferjunni Endeavour. Áætlað er að skjóta ferjunni á loft næsta þriðjudag.

Lekinn var útfrá einum af tveimur afléttilokum sem hannaðir eru til þess að áhöfnin verði ekki fyrir of miklum þrýstingi í ferjunni. Talsmaður NASA sagði að viðgerðin myndi ekki tefja fyrir áætluðu geimskoti.

NASA ætlar að skipta út bilaða lokanum með loka úr geimferjunni Atlantis.

Endevour verður skotið á loft frá Kennedy geimferðastöðinni á leið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×