Erlent

Risapanda elur sinn fjórða hún

Hin 16 ára risapanda Bai Yun ól sinn fjórða hún í dýragarði í San Diego á föstudaginn. Ekki er vitað að hvaða kyni húnninn er en það kemur í ljós eftir nokkra mánuði. Húnninn, sem nú er einn þúsundasti af stærð fullvaxta pöndu, grét sama og ekkert þegar hann var kominn í heiminn og þykir það vera til marks um lagni móðurinnar. Allir húnar hennar eru í heimalandi pöndunnar, Kína, eða munu fara þangað fyrr eða síðar til þess að taka þátt í átaki kínverskra stjórnvalda til þess að viðhalda pöndustofninum. Ein dóttirin hefur nú þegar þrisvar sinnum alið tvíbura og leggur því sitt af mörkum í átakið.


Tengdar fréttir

Vestræn risapanda reynist ansi arðbær

Risapandan Huamei eignaðist sitt þriðja par af tvíburum á dögunum. Huamei er óvenjuleg panda að því leyti að hún fæddist og komst á legg í vestrænu samfélagi, óravegu frá náttúrulegum heimkynnum panda í Asíu. Hún fæddist í Bandaríkjunum fyrir átta árum. Nafn hennar er blanda af orðunum Kína og Ameríka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×