Erlent

Höfrungategund aldauða

Oddur S. Báruson skrifar

Tegund sérstæðra ferskvatns höfrunga er útdauð, eða svo telja vísindamenn sem lögðu í leiðangur til að rannsaka höfrungana. Þeir fundu ekki eina skepnu. Höfrungarnir lifðu eingöngu í Kína þar sem þeir voru þekktir sem Baijis. BBC greinir frá þessu.

 

Höfrungarnir voru ljósir á hörund með langan, mjóan gogg og litla, baklæga ugga. Þeir lifðu í þriggja til fjögurra skepna hópum og nærðust á fiski.

Höfrunarnir höfðu löngum verið fágætir en verulega fór að rýrna í stofninum á áttunda áratug síðustu aldar. Dýrin voru þá sett á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu.

Vísindamannateymi sem ritar um málið í tímaritið Biology Letters kennir heiftarlegum veiðum mannsins um örlög höfrunganna.

Ef satt reynist er þetta fyrsta útrýming hryggdýrs í fimmtíu ár og í fyrsta skipti sem hátterni mannsins gengur að sjávarspendýri aldauðu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×