Erlent

Stærsta þekkta reikistjarna í heimi

Stjörnuathugunarfólk hefur uppgötvað stærstu reikistjörnu af þeim sem hingað til eru þekktar í Alheiminum. Gripurinn er tuttugu sinnum stærri en jörðin og 1,7 sinnum stærri en Júpíter, sem er stærsta reikistjarna sólkerfis okkar.

Plánetan gengur á braut í sólkerfi í Hercules-stjörnumerkinu sem er í um 1400 ljósára fjarlægð frá jörðinni.

Hnötturinn samanstendur aðallega af vetni. Hitastig á honum er um 2300 á celsíus.

Fyrst var komið auga á reikistjörnuna á vormánuðum á síðasta ári og fékk hún nafnið TrES-4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×