Erlent

Of þurrt í Kína fyrir hveiti-, og hrísgrjónarækt

Ein helsta búgrein Kína, hveiti-, og hrísgrjónarækt, gæti heyrt sögunni til því ræktunarskilyrði eru einfaldlega ekki fyrir hendi í landinu. Þrátt fyrir að flóð skeki mörg svæði Kína yfir sumartímann er sextíu prósent hins ræktarlega lands of þurr fyrir hveiti-, og hrísgrjónarækt. Um þrjátíu milljarða rúmmetra af vatni vantar til vökvunar svo ræktunin gangi að óskum.

Vegna skæðra þurrka undanfarin ár íhuga kínverskir landbúnaðarfræðingar nú þann möguleika að skipta hrísgrjónunum og hveiti út fyrir kartöflur. Kartöflurækt krefst mun minni vökvunar og hentar því betur. Þá benda sérfræðingar á að kartöflur eru næringarríkari og kartöflurækt að mörgu leyti skilvirkari og henti því betur til að metta hina 1300 miljón manna þjóð.

Ef gengið verður í viðsnúninginn er viðbúið er að yfirvöld þurfi að koma fjárhagslega til móts við bændur til að fá þá til að skipta um yrkisefni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×