Enn óvissa með Endeavour Valur Hrafn Einarsson skrifar 16. ágúst 2007 14:29 Geimfarinn Dave Williams í einni af geimgöngu áhafnarinnnar. MYND/Getty Bandaríska geimferðastofnunin frestaði í gær fjórðu geimgöngu áhafnar geimferjunnar Endeavour vegna óvissu um hvort gera þurfi við rifu á hitahlíf ferjunnar. Geimgangan átti að fara fram á morgun og fól í sér ýmiss önnur verkefni en mögulega viðgerð á geimferjunni. Göngunni hefur verið frestað fram á laugardag. Verið er að rannsaka enn frekar alla möguleika á skemmdum með líkönum. Enn sem komið er virðist sem skemmdin muni ekki hafa áhrif á endurkomu Endeavour til jarðar. Ákvörðun um hvort gert verði við rifuna er að vænta í dag. Skemmdin varð þegar stykki af einangrunarfroðu losnaði af eldsneytistanki Endeavour og rakst í ferjuna. Nasa hefur gætt mikillar varúðar síðan að geimferjan Columbia fórst í endurkomu til jarðar árið 2003. Nasa framkvæmir nú að minnsta kosti þrjár skoðanir eftir skemmdum í hverri geimferð og hefur efni til viðgerða um borð. Gat á hanska geimbúnings Gat fannst á vinstri hanska geimbúnings eins geimfarans í gær. Geimfarinn Rick Mastracchio var við vinnu við alþjóða geimstöðina í þriðju geimgöngu áhafnar Endeavour þegar hann sá gatið. Ekki var hætta á leka af gatinu en af varúðarástæðum var hann látinn hætta vinnu og fara inn í geimstöðina. Geimfarinn Clay Anderson varð eftir og kláraði vinnu sína við stöðina. Nasa ákvað að slá á frest tveimur tilraunum sem geimfararnir áttu að framkvæma í göngunni. Síðastliðinn desember fannst gat á hanska geimbúnings eftir geimgöngu og eru eftir það framkvæmdar öryggisathuganir á tveggja klukkutíma fresti. Gatið á vinstri hanska Mastracchio fannst við slíka athugun. Vísindi Tengdar fréttir Endeavour tekst á loft Mönnuð geimskutla, Endeavour, tókst á loft frá Florída rétt í þessu. Flugtakið virðist hafa gengið áfallalaust. För Endeavour er heitið til Alþjóða geimsstöðvarinnar þar sem byggingu hennar verður haldið áfram. Ráðgert er að ferðalagið taki 11 til 14 daga. Endeavour er á vegum Nasa. Þetta er önnur mannaða geimförin af fjórum sem Nasa hefur áætlað á árinu. 8. ágúst 2007 22:47 Skipt um óþéttan loka í Endeavour Bandaríska geimferðastofnunin NASA tilkynnti á miðvikudaginn að skipta ætti um óþéttan loka í geimferjunni Endeavour. Áætlað er að skjóta ferjunni á loft næsta þriðjudag. 2. ágúst 2007 15:31 Óttast um geimferjuna Endeavour 11. ágúst 2007 11:26 Endeavour lögð af stað Geimskutlan Endeavour er lögð af stað í 11 til 14 daga ferðalag til Alþjóðageimsstöðvarinnar. Skutlunni var skotið á loft frá Flórída kl: 22:36 að íslenskum tíma í gær. Geimskotið gekk áfallalaust. 9. ágúst 2007 14:30 Skemmdirnar á Endeavour minniháttar Geimferðastofnun Bandaríkjanna telur skemmdirnar sem urðu á hitaskildi geimferjunnar Endeavour séu minniháttar vandamál sem líklega þarfnist ekki viðgerðar. Áhöfn ferjunnar mun þó rannsaka skemmdirnar betur í dag. 12. ágúst 2007 16:49 Áhöfn Endeavour telur ferjuna búna til lendingar Áhafnarmeðlimir Endeavour-geimferjunnar eru handvissir um að skutla sín geti þotið innum lofthjúp jarðar áfallalaust þrátt fyrir hitateppi hennar hafi skemmst við lofttak. Stýrimaður ferjunnar lýsti þessu yfir í dag. Hann sagði að skemmdirnar væru lítilvægar. 14. ágúst 2007 21:14 Geimgangan gekk vel Skipt var um einn af fjórum snúðvísum í Alþjóðageimstöðinni í gær. Tveir áhafnarmeðlimir geimskutlunnar Endeavour, sem stödd er við stöðina, héldu í geimgöngu í gær og komu 272 kílógramma nýjum snúðvísi á sinn stað. 14. ágúst 2007 14:49 Allt að gerast um borð í Endeavour Geimfarar um borð í geimskutlunni Endeavour eru lagðir af stað í aðra geimgöngu sína á Alþjóðageimstöðinni. Erindi þeirra er að skipta um einn af snúðvísum stöðvarinnar. Ráðgert er að geimgangan vari í sex og hálfa klukkustund. Fjórar geimgöngur eru áætlaðar. 13. ágúst 2007 16:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Bandaríska geimferðastofnunin frestaði í gær fjórðu geimgöngu áhafnar geimferjunnar Endeavour vegna óvissu um hvort gera þurfi við rifu á hitahlíf ferjunnar. Geimgangan átti að fara fram á morgun og fól í sér ýmiss önnur verkefni en mögulega viðgerð á geimferjunni. Göngunni hefur verið frestað fram á laugardag. Verið er að rannsaka enn frekar alla möguleika á skemmdum með líkönum. Enn sem komið er virðist sem skemmdin muni ekki hafa áhrif á endurkomu Endeavour til jarðar. Ákvörðun um hvort gert verði við rifuna er að vænta í dag. Skemmdin varð þegar stykki af einangrunarfroðu losnaði af eldsneytistanki Endeavour og rakst í ferjuna. Nasa hefur gætt mikillar varúðar síðan að geimferjan Columbia fórst í endurkomu til jarðar árið 2003. Nasa framkvæmir nú að minnsta kosti þrjár skoðanir eftir skemmdum í hverri geimferð og hefur efni til viðgerða um borð. Gat á hanska geimbúnings Gat fannst á vinstri hanska geimbúnings eins geimfarans í gær. Geimfarinn Rick Mastracchio var við vinnu við alþjóða geimstöðina í þriðju geimgöngu áhafnar Endeavour þegar hann sá gatið. Ekki var hætta á leka af gatinu en af varúðarástæðum var hann látinn hætta vinnu og fara inn í geimstöðina. Geimfarinn Clay Anderson varð eftir og kláraði vinnu sína við stöðina. Nasa ákvað að slá á frest tveimur tilraunum sem geimfararnir áttu að framkvæma í göngunni. Síðastliðinn desember fannst gat á hanska geimbúnings eftir geimgöngu og eru eftir það framkvæmdar öryggisathuganir á tveggja klukkutíma fresti. Gatið á vinstri hanska Mastracchio fannst við slíka athugun.
Vísindi Tengdar fréttir Endeavour tekst á loft Mönnuð geimskutla, Endeavour, tókst á loft frá Florída rétt í þessu. Flugtakið virðist hafa gengið áfallalaust. För Endeavour er heitið til Alþjóða geimsstöðvarinnar þar sem byggingu hennar verður haldið áfram. Ráðgert er að ferðalagið taki 11 til 14 daga. Endeavour er á vegum Nasa. Þetta er önnur mannaða geimförin af fjórum sem Nasa hefur áætlað á árinu. 8. ágúst 2007 22:47 Skipt um óþéttan loka í Endeavour Bandaríska geimferðastofnunin NASA tilkynnti á miðvikudaginn að skipta ætti um óþéttan loka í geimferjunni Endeavour. Áætlað er að skjóta ferjunni á loft næsta þriðjudag. 2. ágúst 2007 15:31 Óttast um geimferjuna Endeavour 11. ágúst 2007 11:26 Endeavour lögð af stað Geimskutlan Endeavour er lögð af stað í 11 til 14 daga ferðalag til Alþjóðageimsstöðvarinnar. Skutlunni var skotið á loft frá Flórída kl: 22:36 að íslenskum tíma í gær. Geimskotið gekk áfallalaust. 9. ágúst 2007 14:30 Skemmdirnar á Endeavour minniháttar Geimferðastofnun Bandaríkjanna telur skemmdirnar sem urðu á hitaskildi geimferjunnar Endeavour séu minniháttar vandamál sem líklega þarfnist ekki viðgerðar. Áhöfn ferjunnar mun þó rannsaka skemmdirnar betur í dag. 12. ágúst 2007 16:49 Áhöfn Endeavour telur ferjuna búna til lendingar Áhafnarmeðlimir Endeavour-geimferjunnar eru handvissir um að skutla sín geti þotið innum lofthjúp jarðar áfallalaust þrátt fyrir hitateppi hennar hafi skemmst við lofttak. Stýrimaður ferjunnar lýsti þessu yfir í dag. Hann sagði að skemmdirnar væru lítilvægar. 14. ágúst 2007 21:14 Geimgangan gekk vel Skipt var um einn af fjórum snúðvísum í Alþjóðageimstöðinni í gær. Tveir áhafnarmeðlimir geimskutlunnar Endeavour, sem stödd er við stöðina, héldu í geimgöngu í gær og komu 272 kílógramma nýjum snúðvísi á sinn stað. 14. ágúst 2007 14:49 Allt að gerast um borð í Endeavour Geimfarar um borð í geimskutlunni Endeavour eru lagðir af stað í aðra geimgöngu sína á Alþjóðageimstöðinni. Erindi þeirra er að skipta um einn af snúðvísum stöðvarinnar. Ráðgert er að geimgangan vari í sex og hálfa klukkustund. Fjórar geimgöngur eru áætlaðar. 13. ágúst 2007 16:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Endeavour tekst á loft Mönnuð geimskutla, Endeavour, tókst á loft frá Florída rétt í þessu. Flugtakið virðist hafa gengið áfallalaust. För Endeavour er heitið til Alþjóða geimsstöðvarinnar þar sem byggingu hennar verður haldið áfram. Ráðgert er að ferðalagið taki 11 til 14 daga. Endeavour er á vegum Nasa. Þetta er önnur mannaða geimförin af fjórum sem Nasa hefur áætlað á árinu. 8. ágúst 2007 22:47
Skipt um óþéttan loka í Endeavour Bandaríska geimferðastofnunin NASA tilkynnti á miðvikudaginn að skipta ætti um óþéttan loka í geimferjunni Endeavour. Áætlað er að skjóta ferjunni á loft næsta þriðjudag. 2. ágúst 2007 15:31
Endeavour lögð af stað Geimskutlan Endeavour er lögð af stað í 11 til 14 daga ferðalag til Alþjóðageimsstöðvarinnar. Skutlunni var skotið á loft frá Flórída kl: 22:36 að íslenskum tíma í gær. Geimskotið gekk áfallalaust. 9. ágúst 2007 14:30
Skemmdirnar á Endeavour minniháttar Geimferðastofnun Bandaríkjanna telur skemmdirnar sem urðu á hitaskildi geimferjunnar Endeavour séu minniháttar vandamál sem líklega þarfnist ekki viðgerðar. Áhöfn ferjunnar mun þó rannsaka skemmdirnar betur í dag. 12. ágúst 2007 16:49
Áhöfn Endeavour telur ferjuna búna til lendingar Áhafnarmeðlimir Endeavour-geimferjunnar eru handvissir um að skutla sín geti þotið innum lofthjúp jarðar áfallalaust þrátt fyrir hitateppi hennar hafi skemmst við lofttak. Stýrimaður ferjunnar lýsti þessu yfir í dag. Hann sagði að skemmdirnar væru lítilvægar. 14. ágúst 2007 21:14
Geimgangan gekk vel Skipt var um einn af fjórum snúðvísum í Alþjóðageimstöðinni í gær. Tveir áhafnarmeðlimir geimskutlunnar Endeavour, sem stödd er við stöðina, héldu í geimgöngu í gær og komu 272 kílógramma nýjum snúðvísi á sinn stað. 14. ágúst 2007 14:49
Allt að gerast um borð í Endeavour Geimfarar um borð í geimskutlunni Endeavour eru lagðir af stað í aðra geimgöngu sína á Alþjóðageimstöðinni. Erindi þeirra er að skipta um einn af snúðvísum stöðvarinnar. Ráðgert er að geimgangan vari í sex og hálfa klukkustund. Fjórar geimgöngur eru áætlaðar. 13. ágúst 2007 16:44