Erlent

Geimferjan á leið til jarðar

Óli Tynes skrifar

Hreyflar geimflaugarinnar Endeavour voru ræstir fyrir stundu, fyrir heimferð hennar. Endeavour á að lenda á Kennedy geimstöðinni eftir fáar mínútur, eða klukkan 16:32 að íslenskum tíma.

Heimferðinni var flýtt um 24 klukkustundir vegna fellibylsins Deans. Bandaríska geimferðastofnunin hafði áhyggjur af skemmdum sem urðu á hitaskildi geimferjunnar í flugtaki, en niðurstaðan varð sú að það væri óhætt að fljúga henni til jarðar.

Gífurlegur hiti myndast þegar ferjan kemur inn í gufuhvolfið og það var skemmd í hitahlíf sem olli því að geimferjan Columbía sundraðist í lendingu fyrir nokkrum árum. Sjö geimfarar létu lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×