Erlent

Geislasverð Loga fer í geimferð

Valur Hrafn Einarsson skrifar
Vákinn Chewbacca eða Loðinn eins og hann er kallaður á íslensku afhenti NASA geislasverðið.
Vákinn Chewbacca eða Loðinn eins og hann er kallaður á íslensku afhenti NASA geislasverðið.

Megi ,,Mátturinn" vera með geimferjunni Discovery og þeim sjö geimförum sem um borð verða í ferð þeirra að Alþjóðlegu geimstöðinni í október. Því með í för verður geislasverðið sem Logi Geimgengill notaði í Stjörnustríðs myndinni Endurkoma Jedi-riddarans.

Þetta er gert í tilefni af 30 ára afmæli Stjörnustríðsmyndanna. Yfirmenn hjá Nasa fengu sverðið afhent frá ýmsum persónum úr myndunum, þar á meðal Vákinum Chewbacca.

Geislasverðið verður til sýnis í Johnson geimferða miðstöðinni í Houston fram til 3. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×