Erlent

Ný meðferð fyrir MS-sjúklinga

Vísindamenn hafa lagt til að ný meðferð verði notuð gegn heila og mænusigg-sjúkdómnum (MS) sem felur í sér notkun á hormóninu estrógen. Meðferðin felst í því að estrógen-hormónið er notað til að bægja frá eða jafnvel snúa við einkennum sjúkdómsins án þess að til komi þær algengu hliðarverkanir sem hormónameðferðum fylgja.

Sjúkdómurinn virðist leggjast í dvala á meðan konur með sjúkdóminn eru þungaðar og dró það athygli vísindamanna að estrógeni, en estrógenmagn líkamans magnast til muna við þungun.

Hins vegar að þungun lokinni leggst sjúkdómurinn á konurnar aftur og þá af meiri þunga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×