Viðskipti innlent

Besti hagnaður í sögu SPK

Sparisjóður Kópavogs.
Sparisjóður Kópavogs. Mynd/Páll
Hagnaður Sparisjóðs Kópavogs (SPK) nam 811 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samborið við 96 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 754,7 prósenta aukning á milli ára og sá langbesti en viðlíka hagnaður hefur aldrei sést í bókum sjóðsins. Tímabilið var sjóðnum einstaklega hagfellt og hagnaður langt umfram áætlanir, að því er segir í uppgjörinu.

Vaxtatekjur á fyrri hluta ársins námu 1.148 milljónum króna en það er 3,8 prósenta samdráttur á milli ára. Þá jukust vaxtagjöld um 4,8 prósent en þau námu 1.035 milljónum króna. Hreinar vaxtatekjur sparisjóðsins eru 113 milljónir en voru 206 milljónir í fyrra.

Vaxtamunur, þ.e. vaxtatekjur að frádregnum vaxtagjöldum í hlutfalli af

meðalstöðu heildarfjármagns, er nú 1,0 prósent og lækka úr 2,2 prósentum á tímabilinu.

Eigið fé SPK nam rétt tæpum 2,1 milljarði króna í lok síðasta árs og jókst um 664 milljónir á fyrstu sex mánuðum ársins. Aukningin nemur 46,9 prósentum. Arðsemi eiginfjár var 121,5 prósent á ársgrundvelli og hefur hún aldrei verið meiri í sögu SPK. Þá nam eiginfjárhlutfall 14,9 prósentum en það var 11,3 prósent um síðustu áramót.

Uppgjör Sparisjóðs Kópavogs





Fleiri fréttir

Sjá meira


×