Fótbolti

Lið í Serie-B hóta verkfalli

Elvar Geir Magnússon skrifar
Áhuginn á Serie-B hefur hrapað eftir að Juventus komst upp í efstu deild.
Áhuginn á Serie-B hefur hrapað eftir að Juventus komst upp í efstu deild.

Lið í Serie-B deildinni á Ítalíu hóta því að fara í verkfall ef samningar munu ekki nást um sjónvarpsréttinn á deildinni. Ekki er sýnt frá næstefstu deild Ítalíu í sjónvarpi þar á landi eftir að félögin neituðu tilboði frá ítölsku Sky sjónvarpsstöðinni.

Félögin fá miklar tekjur af sjónvarpsréttinum en áhugi á honum er miklu mun minni en á síðasta ári, enda er Juventus ekki lengur í deildinni.

Félögin í Serie-B hafa hótað því að fara í verkfall ef endar fara ekki að ná saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×