Breskar orrustuþotur hafa tekið við af norskum við að fylgjast með átta rússneskum sprengjuflugvélum sem eru á flugi yfir Norður-Atlantshafi. Ef að líkum lætur munu rússnesku vélarnar svo taka stefnuna á Ísland, og hér eru náttúrlega engar vélar til þess að senda á móti þeim.
Fyrst Bretar hafa sent orrustuþotur eru rússnesku vélarnar komnar á móts við Færeyjar.
Ef Norðmenn eða Bretar telja ástæðu til geta þeir auðvitað sent eldsneytisvél með orrustuþotum sínum og fylgt rússnesku vélunum í kringum landið. Síðast þegar rússneskar sprengjuvélar nálguðust Ísland flugu þær hringinn í kringum landið.