Erlent

Vörn í estrógeni

Talið er að brottnám annars eða beggja eggjastokka getið aukið líkur á sjúkdómum eins og Parkinson.
Talið er að brottnám annars eða beggja eggjastokka getið aukið líkur á sjúkdómum eins og Parkinson.

Brottnám eggjastokka getur aukið líkur á taugasjúkdómnum Parkinson og valdið minnistruflunum hjá konum, sérstaklega ef aðgerðin er framkvæmd fyrir tíðahvörf. Þá er talið að áhættan aukist um helming hjá ungum konum. Þetta kemur fram í rannsókn sem birt var í tímaritinu Neurology Journal og byggir á viðtölum við þúsundir kvenna sem höfðu farið í slíka aðgerð fyrir að meðaltali 27 árum.

Lengi hefur því verið haldið fram að hormónið estrógen, sem eggjastokkarnir framleiða, verndi heilann fyrir hugsanlegum eituráhrifum af völdum dauðra taugafruma. Eituráhrifin eru talin auka líkur á sjúkdómum eins og Parkinson og Alzheimer.

Á hverju ári er fjarlægður annar eða báðir eggjastokkar úr fjölda kvenna. Aðeins lítill hluti þeirra fær hormónameðferð. Stór hluti fær enga meðferð og margar ekki fyrr en eftir fimmtugt.

Þá þykir sumum niðurstöðurnar útskýra af hverju fleiri karlar en konur fá Parkinson-sjúkdóminn.

Sjá www.bbc.co.uk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×