Erlent

Augun lesa til skiptis

Augun lesa sitt á hvað samkvæmt nýjum rannsóknum.
Augun lesa sitt á hvað samkvæmt nýjum rannsóknum.

Vísindamenn hafa svipt hulunni af ráðgátunni um hvernig augu lesa setningu. Áður héldu rannsakendur að bæði augun einbeittu sér að sama bókstaf orðs í einu, en breskir vísindamenn hafa komist að raun um að svo sé alls ekki alltaf. Raunar horfa augu okkar á ólíka stafi samtímis í helmingi tilvika, en einnig kom í ljós að mannsheilinn blandar saman tveimur aðskildum myndum til að öðlast skýra mynd af því sem augað sér.

Háþróað tæki gerði rannsakendum kleift að staðsetja nákvæmlega þann bókstaf sem augað hafði í brennidepli meðan það las fjórtán punkta letur í eins metra fjarlægð. Í stað þess að færast greiðlega yfir textann voru hreyfingar augnanna skrykkjóttar og beindust að ákveðnum stöfum eitt augnablik áður en lestri setningar var haldið áfram. Rannsakendur komust einnig að því að þegar augu festust meðan lesið var voru þau að horfa hvort á sinn bókstafinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×