Fótbolti

Mancini launahæstur þjálfara á Ítalíu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mancini er að fá ágætis summu.
Mancini er að fá ágætis summu.

Roberto Mancini hjá Inter er sá þjálfari í ítölsku deildinni sem fær hæstu launin. Er hann til að mynda með þrefalt hærri laun en Claudio Ranieri, þjálfari Juventus. Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, fær næstbest borgað af þjálfurum á Ítalíu.

La Gazzetta dello Sport tekur launamál þjálfarana til umfjöllunar en fyrr í vikunni opinberaði blaðið að Kaka væri launahæsti leikmaður ítalska boltans.

Enginn af þjálfurum ítölsku deildarinnar kemst nálægt launum Jose Mourinho hjá Chelsea en þó er ljóst að þjálfarar eru að fá betur borgað á Ítalíu en á Spáni og Þýskalandi.

Launahæstu þjálfarar á Ítalíu:

1. Roberto Mancini (Inter) £3.4m

2. Carlo Ancelotti (Milan) £3.1m

3. Luciano Spalletti (Roma) £1.3m

4. Cesare Prandelli (Fiorentina) £1m

5. Claudio Ranieri (Juventus) £1m

6. Walter Novellino (Torino) £700,000

7. Stefano Colantuono (Palermo) £610,000

8. Edy Reja (Napoli) £480,000

9. Walter Mazzarri (Sampdoria) £410,000

10. Delio Rossi (Lazio) £370,000

11. Marco Giampaolo (Cagliari) £340,000

12. Pasquale Marino (Udinese) £340,000

13. Luigi Del Neri (Atalanta) £320,000

14. Gigi Cagni (Empoli) £320,000

15. Silvio Baldini (Catania) £240,000

16. Domenico Di Carlo (Parma) £240,000

17. Gian Piero Gasperini (Genoa) £220,000

18. Andrea Mandorlini (Siena) £180,000

19. Massimo Ficcadenti (Reggina) £170,000

20. Fernando Orsi (Livorno) £140,000




Fleiri fréttir

Sjá meira


×