Erlent

Einmana með ónýtt ónæmiskerfi

Einmana fólk er líklegra til að veikjast og deyja ungt. Vísindamenn telja sig nú vita af hverju - ónæmiskerfi þeirra er í rúst.

Vísindamenn könnuðu DNA fólk sem var félagslega einangrað og komust að því að erfðaefni sem tengdist ónæmiskerfi þeirra var afbrigðilegt.

Ekki er vitað hvort kemur fyrst, einmanaleikinn eða líkamlegir eiginleikar. Vísindamenn við háskólann í Los Angeles segja að þó þetta sé í fyrsta sinn sem sýnt er fram á að líffræðilegar afleiðingar einangrunar hafi áhrif allt niður í genin í okkur. Þá muni þetta gera læknavísindunum kleift að vinna gegn líkamlega skaðlegum áhrifum einmanaleika.

Einmanaleiki hefur ýmiskonar áhrif á heilsufar fólks, allt frá aukinni sýkingarhættu og svefnleysi yfir í krabbamein og ótímabæran dauðdaga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×