Fótbolti

Milan hefði geta fengið Nistelrooy

Gilardino hefur ekki náð sér á strik hjá Milan
Gilardino hefur ekki náð sér á strik hjá Milan NordicPhotos/GettyImages

Oscar Damiani segir að forráðamenn AC Milan hafi gert mikil mistök með því að halda tryggð við framherjann Alberto Gilardino, því það hefði á sínum tíma geta fengið Luca Toni, Ruud van Nistelrooy eða David Trezeguet til að fylla skarð hans.

Gilardino hefur aldrei náð sér almennilega á strik með Milan síðan hann var keyptur á 18 milljónir punda frá Verona árið 2005. Hann hefur til að mynda aðeins skorað tvö mörk á tveimur árum í Meistaradeildinni og fyrrum Milan-maðurinn Damiani segir að félagið hefði átt að losa sig við hann og fá alvöru framherja í stað hans þegar það hafði færi á því.

"Milan var þegar búið að ákveða að selja Gilardino og ég veit að það hafði möguleika að velja á milli Nistelrooy, Trezeguet eða Toni til að fylla skarð hans. Þeir hinsvegar hættu við á síðustu stundu þrátt fyrir að vera búnir að greiða leiðina að hinum framherjunum," sagði Damiani.

Gilardino mátti þola að heyra stuðningsmenn Milan baula á sig löngum stundum í leikjum gegn Benfica og Fiorentina á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×