Garðar Jóhannsson skoraði eina mark Fredrikstad í 3-1 tapleik liðsins gegn Start í Noregi í gær.
Garðar lék allan leikinn í sóknarlínu Fredrikstad. Jóhannes Þór Harðarson var hins vegar ekki í leikmannahópi Start.
Sigurinn var einkar mikilvægur fyrir Start sem á í harðri fallbaráttu þegar lítið er eftir af deildinni.
Fimm leikir fara fram í norsku úrvalsdeildinni í dag:
Rosenborg - Odd Grenland
Stabæk - Álasund
Strömsgodset - Sandefjord
Tromsö - Viking
Vålerenga - Lilleström