Fótbolti

Brann vill halda Ólafi Erni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Örn Bjarnason, leikmaður Brann í Noregi.
Ólafur Örn Bjarnason, leikmaður Brann í Noregi. Mynd/Scanpix

Þjálfari Brann, Mons Ivar Mjelde, segir að hann vilji halda Ólafi Erni Bjarnasyni áfram hjá liðinu.

Samningur Ólafs rennur út í árslok og hefur hann til að mynda verið orðaður við bæði Tromsö og Molde.

„Ólafur hefur staðið sig frábærlega og er ég gríðarlega ánægður með hann," sagði Mjelde en Brann hefur svo gott sem tryggt sér norska meistaratitilinn.

„Það þarf að leita lengi til að finna miðvörð í sama gæðaflokki."

Sjálfur segir Ólafur Örn að hann vilji halda áfram að spila fótbolta í tvö ár í viðbót en það sé óráðið með hvaða félagi.

„Ég skoða þessi mál eftir að tímabilinu er lokið," sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×