Viðskipti innlent

Framleiðsla eykst umfram væntingar

Mynd/AFP

Iðnaðarframleiðsla á evrusvæðinu jókst um 1,2 prósent á milli mánaða í ágúst, samkvæmt upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er langt umfram væntingar.

Greiningardeild Glitnis bendir á það í Morgunkorni sínu í da gað meðalspá greiningaraðila Reuters hafi hljóðað upp á 0,2 prósenta aukningu milli mánaða og að árshækkun myndi verða tvö prósent. Hún nemur hins vegar 4,2 prósentum á ársgrundvelli.

Nýbirtar tölur gefa til kynna að sviptingar á erlendum fjármálamörkuðum í ágúst hafi ekki hægt á hagvexti á evrusvæðinu að verulegu leyti líkt og óttast var, að sögn greiningardeildar Glitnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×