Erlent

Íranar hóta eldflaugaregni

Shahab 3 eldflaug Írana dregur um 2000 kílómetra.
Shahab 3 eldflaug Írana dregur um 2000 kílómetra.

Íranar segjast munu skjóta 11 þúsund eldflaugum á óvinaskotmörk á fyrstu mínútunni eftir að ráðist verður á landið. Mahmoud Chaharbaghi er yfirmaður eldflaugavarna Byltingavarðanna svokölluðu.

Hann sagði við fréttamenn í dag að herinn hefði þegar valið skotmörk fyrir þær 11 þúsund eldflaugar sem hann ráði yfir.

Hershöfðinginn nefndi ekki nein sérstök skotmörk eða óvin. Hann efndi ekki Írael eða Bandaríkin sem Íranar telja höfuðóvini sína. Bandaríkin hafa 40 þúsund hermenn í herstöðvum við Persaflóa.

Tuttugu þúsund til viðbótar eru á herskipum undan ströndum Miðausturlanda. Loks eru svo um 160 þúsund bandarískir hermenn í herstöðvum víðsvegar um írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×