Fótbolti

Brann norskur meistari

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ernirnir Ólafur og Kristján.
Ernirnir Ólafur og Kristján.

Viking hjálpaði Brann að tryggja sér norska meistaratitilinn í kvöld. Viking vann 2-1 sigur á Stabæk og þar með er ljóst að Íslendingaliðið Brann er orðið norskur meistari.

Ólafur Örn Bjarnason, Kristján Örn Sigurðsson og Ármann Smári Björnsson leika allir með Brann og má reikna með því að það verði kátt á hjalla hjá þeim í kvöld.

Þetta er í fyrsta sinn sem Brann er norskur meistari frá því 1963.

Þess má geta að Veigar Páll Gunnarsson var í byrjunarliði Stabæk í kvöld. Hannes Þ. Sigurðsson byrjaði á bekknum hjá Viking en kom inn sem varamaður þegar tíu mínútur voru eftir.

Birkir Bjarnason sat allan tímann á bekknum hjá Viking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×