Enski boltinn

Hargreaves gefur lítið fyrir stíl Arsenal

NordicPhotos/GettyImages

Owen Hargreaves hjá Manchester United gat ekki stillt sig um að skjóta aðeins á Arsenal eftir 2-2 jafntefli liðanna í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

"Við spiluðum mjög góðan varnarleik gegn þessum svokallaða fallega fótbolta þeirra og bæði mörk okkar komu eftir mjög fallegar rispur í sóknarleiknum. Arsenal reynir að halda boltanum en þegar lið spila jafn góðan varnarleik og við er hægt að hafa heimil á þeim. Það er mjög mikilvægt að sækja fast að Arsenal þegar maður vinnur af þeim boltann því þeir taka áhættur í sóknarleik sínum. Mörkin þeirra voru ekki jafn falleg," sagði Hargreaves.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×