Tímarit fordæmt fyrir Madeleine háð Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 1. nóvember 2007 12:20 Kate McCann brotnaði saman í viðtali við spænska sjónvarpsstöð sem tekið var á heimili fjölskyldunnar í Rothley. MYND/AFP Kate og Gerry McCann hafa fordæmt "sérlega særandi" grein í þýsku háðtímariti um fjölmiðlafárið í tengslum við hvarf dóttur þeirra. Titanic tímaritið birti heila opnu í formi auglýsingar um ýmsar vörur sem kynntar eru á háðuglegan hátt með mynd af Madeleine. Hreinsiefni er auglýst með andliti stúlkunnar og sagt tryggja að hægt sé að fjarlægja „öll verksummerki heimafyrir" og með notkuninni sé „enginn möguleiki á að ná DNA sýnum." Vinsæl súpa er kölluð Maddi eftir Madeleine og vinsælt súkkulaði er með mynd af andliti stúlkunnar í stað vanalega barnaandlitsins. Í auglýsingunni segir að eitt prósent söluhagnaðar renni til Alþjóðalögreglunnar Interpol. Vanvirðing við MadeleineClarence Mitchell talsmaður McCann hjónanna segir auglýsinguna ekki bara sérlega særandi, heldur algjöra vanvirðingu við Madeleine. Tímaritið fékk ekki leyfi til að nota mynd stúlkunnar og lögmenn McCann hjónanna skoða nú málið. Haft er eftir Oliver Nagdel ritstjóra Titanic á fréttavef Sky að greinin væri ekki gagnrýni á McCann hjónin. Hún sé auk þess eingöngu ætluð þýskum lesendum. Madeleine hafi orðið þekktasta andlit heimsins og þess vegna rökrétt að nota ímynd hennar til að auglýsa vörur. Hann sagðist ekki leggja í vana sinn að afsaka greinar í blaðinu. „Við erum ekki að gera grín af barnshvarfinu sjálfu, heldur fjölmiðlum fyrir að gera svona mikið úr málinu." Madeleine McCann Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Kate og Gerry McCann hafa fordæmt "sérlega særandi" grein í þýsku háðtímariti um fjölmiðlafárið í tengslum við hvarf dóttur þeirra. Titanic tímaritið birti heila opnu í formi auglýsingar um ýmsar vörur sem kynntar eru á háðuglegan hátt með mynd af Madeleine. Hreinsiefni er auglýst með andliti stúlkunnar og sagt tryggja að hægt sé að fjarlægja „öll verksummerki heimafyrir" og með notkuninni sé „enginn möguleiki á að ná DNA sýnum." Vinsæl súpa er kölluð Maddi eftir Madeleine og vinsælt súkkulaði er með mynd af andliti stúlkunnar í stað vanalega barnaandlitsins. Í auglýsingunni segir að eitt prósent söluhagnaðar renni til Alþjóðalögreglunnar Interpol. Vanvirðing við MadeleineClarence Mitchell talsmaður McCann hjónanna segir auglýsinguna ekki bara sérlega særandi, heldur algjöra vanvirðingu við Madeleine. Tímaritið fékk ekki leyfi til að nota mynd stúlkunnar og lögmenn McCann hjónanna skoða nú málið. Haft er eftir Oliver Nagdel ritstjóra Titanic á fréttavef Sky að greinin væri ekki gagnrýni á McCann hjónin. Hún sé auk þess eingöngu ætluð þýskum lesendum. Madeleine hafi orðið þekktasta andlit heimsins og þess vegna rökrétt að nota ímynd hennar til að auglýsa vörur. Hann sagðist ekki leggja í vana sinn að afsaka greinar í blaðinu. „Við erum ekki að gera grín af barnshvarfinu sjálfu, heldur fjölmiðlum fyrir að gera svona mikið úr málinu."
Madeleine McCann Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira