Fótbolti

Úrslit kvöldsins: Liverpool skoraði átta gegn Besiktas

Elvar Geir Magnússon skrifar
Liverpool vann ótrúlegan 8-0 sigur.
Liverpool vann ótrúlegan 8-0 sigur.

Seinni umferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í kvöld þegar leikið var í fjórum riðlum. Ísraelinn Yossi Benayoun skoraði þrennu þegar Liverpool rótburstaði Besiktas. Þessi sigur Liverpool var nauðsynlegur fyrir liðið sem var búið að koma sér í ansi erfiða stöðu.

Liverpool vann 8-0 sem er stærsti sigur í sögu Meistaradeildarinnar og ótrúlegt að þegar þessi lið mættust fyrir skömmu vann Besiktas. Í hinum leik A-riðilsins vann Porto sigur á Marseille 2-1.

Mjög óvænt úrslit urðu á Spáni í kvöld þar sem Rosenborg vann magnaðan 2-0 útisigur gegn Valencia. Norska liðið hefur komið á óvart í Meistaradeildinni og er nú komið með sjö stig, stigi á eftir Chelsea sem gerði jafntefli gegn Schalke.

Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins og markaskorara ásamt stöðunni í riðlunum.

A-riðill

FC Porto - Marseille 2-1

1-0 Tarik Sektioui (27.)

1-1 Niang (47.)

2-1 Lisandro López (79.)

Liverpool - Besiktas 8-0

1-0 Peter Crouch (19.)

2-0 Yossi Benayoun (32.)

3-0 Yossi Benayoun (53.)

4-0 Yossi Benayoun (56.)

5-0 Steven Gerrard (69.)

6-0 Ryan Babel (79.)

7-0 Ryan Babel (81.)

8-0 Peter Crouch (89.)

Staðan

Porto - 8 stig

Marseille - 7 stig

Liverpool - 4 stig

Besiktas - 3 stig

B-riðill

Schalke - Chelsea 0-0

Valencia - Rosenborg 0-2

0-1 Steffen Iversen (31.)

0-1 Steffen Iversen (58.)

Staðan

Chelsea - 8 stig

Rosenborg - 7 stig

Valencia - 3 stig

Schalke - 3 stig

C-riðill

Lazio - Werder Bremen 2-1

1-0 Tommaso Rocchi (57.)

2-0 Tommaso Rocchi (68.)

2-1 Diego (víti 88.)

Olympiakos Piraeus - Real Madrid 0-0

Staðan

Real Madrid - 8 stig

Olympiakos - 5 stig

Lazio - 5 stig

Werder Bremen - 3 stig

D-riðill

Celtic - Benfica 1-0

1-0 Aiden McGeady (45.)

Shakhtar Donetsk - AC Milan 0-3

0-1 Filippo Inzaghi (66.)

0-2 Kaka (75.)

0-3 Filippo Inzaghi (90.)

Staðan

AC Milan - 9 stig

Shaktar Donetsk - 6 stig

Celtic - 6 stig

Benfica - 3 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×