Boston valtaði yfir Denver 8. nóvember 2007 09:38 Það er gaman í Boston þessa dagana og hér fagna þeir Kevin Garnett og Paul Pierce auðveldum sigri á Denver í nótt NordicPhotos/GettyImages Boston vann í nótt þriðja leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liðið burstaði Denver 119-93 á heimavelli sínum. Alls voru níu leikir á dagskrá í nótt og margir þeirra mjög áhugaverðir. Þríeyki þeirra Boston manna fór mikinn í auðveldum sigri á Denver og hitti liðið úr 74% skota sinna í fyrri hálfleik. Paul Pierce skoraði 26 stig í leiknum og Ray Allen 22, en Kevin Garnett var besti maður vallarins og skoraði 23 stig, hirti 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Allen Iverson var stigahæstur í arfaslöku Denverliði með 22 stig. LA Clippers heldur áfram mjög óvæntri byrjun sinni og í nótt vann liðið fjórða leikinn í röð í upphafi tímabils með því að skella Indiana á útivelli 104-89. Sam Cassell skoraði 35 stig fyrir Clippers og Chris Kaman hirti 22 fráköst, en Danny Granger skoraði 16 stig fyrir heimamenn. Phoenix lá í Atlanta Atlanta gerði sér lítið fyrir og lagði Phoenix á heimavelli sínum 105-96. Josh Smith skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta og Marvin Williams var með 20 stig og 12 fráköst. Steve Nash var góður í liði Phoenix með 34 stig og 11 stoðsendingar og hitti úr 7 af 10 þristum. Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Það var einmitt í fráköstunum sem heimamenn skópu sigurinn með því að vinna baráttuna 56-40. Philadelphia rúllaði yfir Charlotte 94-63 og virðist lið Charlotte gjörsamlega heillum horfið eftir að leikstjórnandinn Raymond Felton meiddist á dögunum. Andre Iguodala skoraði 19 stig fyrir heimamenn en Roy Carroll setti 16 fyrir slaka gestina. Orlando lagði Toronto á útivelli 105-96 þar sem Hedo Turkoglu skoraði 24 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando og Rashard Lewis skoraði einnig 24 stig, en Chris Bosh var bestur hjá Kanadaliðinu með 26 stig og 10 fráköst. Enn tapar Miami San Antonio færði Miami fjórða tapið í röð í deildinni með 88-78 sigri á heimavelli. Manu Ginobili skoraði 25 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá San Antonio en Shaquille O´Neal skoraði 17 stig fyrir Miami - sem hefur nú tapað 17 leikjum í röð í öllum keppnum. Seattle er enn án sigurs í deildarkeppninni og tapaði fimmta leiknum í röð í nótt. Seattle tapaði heima fyrir Memphis 105-98 þar sem Rudy Gay gerði 25 stig fyrir Memphis en Chris Wilcox setti 21 fyrir Seattle. Portland vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu með því að leggja New Orleans nokkuð óvænt 93-90 og var þetta jafnframt fyrsta tap New Orleans. David West átti stórleik hjá New Orleans og skoraði 34 stig og hirti 18 fráköst, en það dugði ekki til. Martell Webster og Jarrett Jack skoruðu 20 stig hvor fyrir Portland. Stórkostlegur leikur LeBron James dugði ekki Loks vann Utah dramatískan sigur á Cleveland 103-101 þar sem leikstjórnandinn Deron Williams tryggði heimamönnum sigur með sniðskoti rúmri sekúndu fyrir leikslok. Áður hafði LeBron James jafnað leikinn fyrir Cleveland með ótrúlegum þristi. James var besti maður vallarins og náði tröllaþrennu með 32 stigum, 15 fráköstum og 13 stoðsendingum. Paul Millsap var stigahæstur hjá Utah með 24 stig af bekknum og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst. NBA Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Boston vann í nótt þriðja leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liðið burstaði Denver 119-93 á heimavelli sínum. Alls voru níu leikir á dagskrá í nótt og margir þeirra mjög áhugaverðir. Þríeyki þeirra Boston manna fór mikinn í auðveldum sigri á Denver og hitti liðið úr 74% skota sinna í fyrri hálfleik. Paul Pierce skoraði 26 stig í leiknum og Ray Allen 22, en Kevin Garnett var besti maður vallarins og skoraði 23 stig, hirti 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Allen Iverson var stigahæstur í arfaslöku Denverliði með 22 stig. LA Clippers heldur áfram mjög óvæntri byrjun sinni og í nótt vann liðið fjórða leikinn í röð í upphafi tímabils með því að skella Indiana á útivelli 104-89. Sam Cassell skoraði 35 stig fyrir Clippers og Chris Kaman hirti 22 fráköst, en Danny Granger skoraði 16 stig fyrir heimamenn. Phoenix lá í Atlanta Atlanta gerði sér lítið fyrir og lagði Phoenix á heimavelli sínum 105-96. Josh Smith skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta og Marvin Williams var með 20 stig og 12 fráköst. Steve Nash var góður í liði Phoenix með 34 stig og 11 stoðsendingar og hitti úr 7 af 10 þristum. Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Það var einmitt í fráköstunum sem heimamenn skópu sigurinn með því að vinna baráttuna 56-40. Philadelphia rúllaði yfir Charlotte 94-63 og virðist lið Charlotte gjörsamlega heillum horfið eftir að leikstjórnandinn Raymond Felton meiddist á dögunum. Andre Iguodala skoraði 19 stig fyrir heimamenn en Roy Carroll setti 16 fyrir slaka gestina. Orlando lagði Toronto á útivelli 105-96 þar sem Hedo Turkoglu skoraði 24 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando og Rashard Lewis skoraði einnig 24 stig, en Chris Bosh var bestur hjá Kanadaliðinu með 26 stig og 10 fráköst. Enn tapar Miami San Antonio færði Miami fjórða tapið í röð í deildinni með 88-78 sigri á heimavelli. Manu Ginobili skoraði 25 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá San Antonio en Shaquille O´Neal skoraði 17 stig fyrir Miami - sem hefur nú tapað 17 leikjum í röð í öllum keppnum. Seattle er enn án sigurs í deildarkeppninni og tapaði fimmta leiknum í röð í nótt. Seattle tapaði heima fyrir Memphis 105-98 þar sem Rudy Gay gerði 25 stig fyrir Memphis en Chris Wilcox setti 21 fyrir Seattle. Portland vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu með því að leggja New Orleans nokkuð óvænt 93-90 og var þetta jafnframt fyrsta tap New Orleans. David West átti stórleik hjá New Orleans og skoraði 34 stig og hirti 18 fráköst, en það dugði ekki til. Martell Webster og Jarrett Jack skoruðu 20 stig hvor fyrir Portland. Stórkostlegur leikur LeBron James dugði ekki Loks vann Utah dramatískan sigur á Cleveland 103-101 þar sem leikstjórnandinn Deron Williams tryggði heimamönnum sigur með sniðskoti rúmri sekúndu fyrir leikslok. Áður hafði LeBron James jafnað leikinn fyrir Cleveland með ótrúlegum þristi. James var besti maður vallarins og náði tröllaþrennu með 32 stigum, 15 fráköstum og 13 stoðsendingum. Paul Millsap var stigahæstur hjá Utah með 24 stig af bekknum og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst.
NBA Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn