Lífið

Hélt í höndina á Díönu þegar hún lést

Díana Prinsessa
Díana Prinsessa

Redjil byrjaði á því að opna krambúleraða afturhurð Mercedes Bens bifreiðarinnar og náði sambandi við prinsessuna. Díana opnaði augun en virtist án meðvitundar. Þegar Redjil hélt í hönd hennar hvíslaði prinsessan, "Guð minn góður, Guð minn góður".

Redjil og félagi hans voru í Pont de l´Alma göngunum í París þegar þeir heyrðu skyndilega mikinn hávaða og hlupu þeir strax af stað. Redjil lýsti því hvernig ljósmyndarar stóðu í kringum bílflakið og tóku myndir í stað þess að hjálpa prinsessunni.

Hann sagði ljósmyndarana hafa komið áður en sjúkraliðið mætti á staðinn en þá hefði Henri Paul bílstjóri verið latinn undir stýri, og hendin á honum hefði legið út um gluggann. Í aftursætinu var Dodi Al Fayed látinn og lá líkið upp við vinstri afturhurðina.

Síðan sá hann ljóshærða konu liggja á gólfinu aftur í en hún hreyfði á sér hendina. "Hún endurtók í sífellu orð eins og Guð minn góður, Guð minn góður, ég reyndi að ná sambandi við hana á ensku og sagði henni að hafa engar áhyggjur."

Redjil segir Díönu hafa opnað augun en ekki sagt neitt meira. "Ég snerti engan annan, ég hélt einungis í höndin á prinsessunni"

Redjil sagði einnig frá því þegar hann uppgötvaði allan fjölda ljósmyndarana sem voru að mynda bílflakið. Í fyrstu hélt hann að sjúkraliðið væri komið en uppgötvaði fljótlega að þetta voru papparazzi ljósmyndarar.

"Ég spurði einn ljósmyndarann, þann feita hvað ég ætti að gera. Hann sagði mér að snerta ekki neitt, þetta væri Díana Prinsessa og hún væri með Dodi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.