Blogg blaðamanns ekki brotlegt við siðareglur Andri Ólafsson skrifar 26. nóvember 2007 20:43 Rannveig Rist kærði blaðamann til siðanefndar vegna bloggfærslu sem hún telur hann hafa skrifað. Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands(BÍ) hefur vísað frá kæru Rannveigar Rist, forstjóra Alcan sem kærði Þórð Snæ Júlíussn, blaðamann 24 stunda, fyrir bloggfærslu sem birt var í febrúar á þessu ári. Þetta er í fyrsta skipti sem siðnefndin fæst við mál er varðar bloggskrif blaðamanna. Blaðamanninum sjálfum var ókunnugt um að mál er hann varðaði væri til umfjöllunar hjá siðanefndinni fyrr en blaðamaður Vísis ætlaði að fá hjá honum viðbrögð við úrskurðinum. Rannveig kærði Þórð Snæ fyrir bloggfærslu sem birtist á bloggsíðunni thessarelskur.blogspot.com. Í færslu sem birtist þar, og var eignuð bloggara að nafni "Þýska stálið" er Rannveig bendluð við eiturlyfjaneyslu auk þess sem hún er sögð "daðra við að vera þroskaheft". Undir sömu færslu er að finna mynd af kæranda þar sem hún sker sneið af tertu. Þar segir orðrétt í myndatexta: "Álfrúin sker sér sneið af contalgen tertu". Nafn Þórðar Snæs var ekki að finna við bloggfærsluna en Rannveig Rist telur hinsvegar víst að það sé Þórður Snær sem beri ábyrgð á skrifunum. Hún staðhæfir að Þórður noti auðkennið "Þýska stálið" þegar hann bloggi á síðunni. Siðanefndin vísaði málinu frá á þeim forsendum að hin kærðu skrif hafi verið sett fram sem persónuleg skoðun eða tjáning sem blaðamaðurinn eigi lögverndaðan rétt til. Siðanefndin sér ástæðu til að taka fram að blaðamaðurinn beri ábyrgð á skrifunum og verði að svara til saka fyrir þau eftir atvikum, án þess að þau tengist beint störfum hans sem blaðamanns. Þórður Snær Júlíusson kom af fjöllum í kvöld þegar Vísir ætlaði að bera undir hann úrskurð siðanefndarinnar. Hann sagðist ekki hafa haft hugmynd um að þetta mál og þessi bloggfærsla væri til umfjöllunar hjá siðanefndinni. Hann sagði að fjölmargir aðilar skrifuðu á umrædda síðu og einkennilegt væri að honum væri eignuð hin umdeildu skrif um Rannveigu Rist. Þórður sagði að hvorki Rannveig Rist, né lögmaður hennar, hefðu sett sig í samband við hann vegna málsins. Hann bætti því við að sér hefði þótt það eðlilegt að sér hefði verið tilkynnt um að mál er hann varðaði væri til umfjöllunar hjá BÍ. Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sjá meira
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands(BÍ) hefur vísað frá kæru Rannveigar Rist, forstjóra Alcan sem kærði Þórð Snæ Júlíussn, blaðamann 24 stunda, fyrir bloggfærslu sem birt var í febrúar á þessu ári. Þetta er í fyrsta skipti sem siðnefndin fæst við mál er varðar bloggskrif blaðamanna. Blaðamanninum sjálfum var ókunnugt um að mál er hann varðaði væri til umfjöllunar hjá siðanefndinni fyrr en blaðamaður Vísis ætlaði að fá hjá honum viðbrögð við úrskurðinum. Rannveig kærði Þórð Snæ fyrir bloggfærslu sem birtist á bloggsíðunni thessarelskur.blogspot.com. Í færslu sem birtist þar, og var eignuð bloggara að nafni "Þýska stálið" er Rannveig bendluð við eiturlyfjaneyslu auk þess sem hún er sögð "daðra við að vera þroskaheft". Undir sömu færslu er að finna mynd af kæranda þar sem hún sker sneið af tertu. Þar segir orðrétt í myndatexta: "Álfrúin sker sér sneið af contalgen tertu". Nafn Þórðar Snæs var ekki að finna við bloggfærsluna en Rannveig Rist telur hinsvegar víst að það sé Þórður Snær sem beri ábyrgð á skrifunum. Hún staðhæfir að Þórður noti auðkennið "Þýska stálið" þegar hann bloggi á síðunni. Siðanefndin vísaði málinu frá á þeim forsendum að hin kærðu skrif hafi verið sett fram sem persónuleg skoðun eða tjáning sem blaðamaðurinn eigi lögverndaðan rétt til. Siðanefndin sér ástæðu til að taka fram að blaðamaðurinn beri ábyrgð á skrifunum og verði að svara til saka fyrir þau eftir atvikum, án þess að þau tengist beint störfum hans sem blaðamanns. Þórður Snær Júlíusson kom af fjöllum í kvöld þegar Vísir ætlaði að bera undir hann úrskurð siðanefndarinnar. Hann sagðist ekki hafa haft hugmynd um að þetta mál og þessi bloggfærsla væri til umfjöllunar hjá siðanefndinni. Hann sagði að fjölmargir aðilar skrifuðu á umrædda síðu og einkennilegt væri að honum væri eignuð hin umdeildu skrif um Rannveigu Rist. Þórður sagði að hvorki Rannveig Rist, né lögmaður hennar, hefðu sett sig í samband við hann vegna málsins. Hann bætti því við að sér hefði þótt það eðlilegt að sér hefði verið tilkynnt um að mál er hann varðaði væri til umfjöllunar hjá BÍ.
Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sjá meira