Fótbolti

Breytinga að vænta á fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Alan Smith fagna marki í leik með Manchester United í Meistaradeild Evrópu.
Cristiano Ronaldo og Alan Smith fagna marki í leik með Manchester United í Meistaradeild Evrópu.

Knattspyrnusambandið hefur lagt til að breyta fyrirkomulagi Meistaradeildar Evrópu. Samkvæmt tillögunni komast þrjú lið úr ensku úrvalsdeildinni beint í riðlakeppnina.

Hingað til hafa Englendingar átt tvö sæti í riðlakeppninni og tvö í þriðju umferð forkeppninnar.

Samkvæmt þessu mun fjórða liðið í ensku úrvalsdeildinni mæta öðru liði úr sterkri deild í Evrópu í umspilsleik um laust sæti í riðlakeppninni. Það yrði þá sterkari andstæðingur en liðið fengi öllu jöfnu í þriðju umferð forkeppninnar.

Ef samþykkt munu breytingarnar taka gildi árið 2009. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×