Handbolti

Þriggja marka sigur Hauka á Aftureldingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tveir leikmenn Aftureldingar reyna hér að verjast skoti Andra Stefan.
Tveir leikmenn Aftureldingar reyna hér að verjast skoti Andra Stefan. Mynd/Anton

Haukar unnu í kvöld sigur á Aftureldingu, 29-26, og styrktu þar með stöðu sína á toppi N1-deildar karla.

Haukarnir byrjuðu betur en Mosfellingar gáfust ekki upp og eftir að liðið var þremur mörkum undir jafnaði Afturelding metin í stöðunni 10-10. Gestirnir náðu síðan tveggja marka forystu fyrir hálfleik, 13-11.

Fljótlega tóku Haukarnir völdin í leiknum á nýjan leik og bættu sóknarleik sinn til muna. Eftir að Haukar jöfnuðu metin juku þeir forskot sitt jafn og þétt og unnu á endanum sigur, 29-26, sem fyrr segir.

Arnar Jón Agnarsson skoraði sjö mörk fyrir Hauka og þeir Freyr Brynjarsson og Andri Stefan fimm hver. Hjá Aftureldingu var Daníel Jónsson markahæstur með átta mörk en þeir Haukur Sigurvinsson og Hilmar Stefánsson skoruðu fjögur mörk hver.

Haukar eru nú með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar, með 21 stig eftir þrettán leiki. HK getur reyndar jafnað árangur liðsins en HK er með sautján stig í öðru sæti en á tvo leiki til góða á Hauka.

Afturelding er sem fyrr í næstneðsta sæti deildarinnar með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×