Fótbolti

Endurkoma Liverpool í sögubækurnar

Liverpool komst í sögubækurnar í kvöld
Liverpool komst í sögubækurnar í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Liverpool varð í kvöld aðeins sjöunda liðið í sögu Meistaradeildarinnar til að komast í 16-liða úrslit keppninnar eftir að hafa fengið aðeins eitt stig út úr fyrstu þremur leikjum sínum í riðlinum.

Þar af er Liverpool þriðja enska liðið sem nær þessum árangri því bæði Newcastle og Arsenal höfðu áður komist upp úr riðlinum eftir svona slæma byrjun. Arsenal (2003-04) er aftur á móti eina liðið í sögu Meistaradeildarinnar sem hefur fengið aðeins eitt stig úr fyrstu þremur leikjum sínum - en hefur samt náð að vinna riðil sinn.

Liverpool lagði Marseille 4-0 í lokaleik sínum í riðlinum í kvöld og varð með því fyrsta liðið til að skora fjögur mörk í þremur leikjum í röð í keppninni. Markatalan í þessum þremur leikjum var hreint ótrúleg, eða 16-1.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir lið sem hafa komist í 16-liða úrslit eftir lélega byrjun í fyrstu þremur leikjum sínum í riðlakeppninni.

(Leiktíð, lið, stig eftir þrjá leiki):

2007/2008 - Liverpool -1

2005/2006 - Werder Bremen -1

2004/2005 - FC Porto -1

2003/2004 - Arsenal -1

2002/2003 - Newcastle -0

2002/2003 - Lokomotiv Moskva -1

1999/2000 - Dynamo Kiev -1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×