Innlent

„Vona að ég standi undir því trausti sem mér er sýnt“

Andri Ólafsson skrifar
Þorsteinn Davíðsson
Þorsteinn Davíðsson

„Ég sótti um fyrir einu ári og þá fékk ég ekki starfið. Ég undi ákvörðun ráðherra þá og geri það einnig nú," segir Þorsteinn Davíðsson sem í gær var skipaður dómari við héraðsdóm Austurlands og Norðurland-eystra.

Það var Árni M. Mathiesen settur dómsmálaráðherra sem skipaði Þorstein þar sem Björn Bjarnason vék sæti. Þorsteinn er nefnilega fyrrum aðstoðarmaður Björns og sonur Davíðs Oddssonar.

Ráðning Þorsteins hefur verið nokkuð gagnrýnd sérstaklega í ljósi þess að þrír af umsækjendunum voru metnir hæfari en Þorsteinn. Þá var Þorsteinn einnig launaður starfsmaður í kringum forsetaframboð Péturs Kr. Hafsteins en hann var formaður matsnefndarinnar.

Þorsteinn vildi lítið tjá sig um þá gagnrýni sem ráðning hans hefur hlotið. „Ég vona bara að ég muni standa undir því trausti sem mér er sýnt með þessari ákvörðun," segir Þorsteinn Davíðsson að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×