Franska aldan á leiðinni 16. febrúar 2007 09:15 kynningarfundur franskt vor á Íslandi Efnt var til fundar í Ráðherrabústaðnum í gær þar sem franska menningarveislan Pourquoi pas? var kynnt. Sú þrettán vikna franska veisla hefst í næstu viku og eiga landsmenn á góðu von; hingað munu streyma listamenn, fræðimenn og aðrir andans menn til að gleðja og fræða um flest það sem franskt er, hvort sem það tengist menningu, matargerð, trúisma eða viðskiptum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og franski sendiherrann Nicole Michelangeli kynntu aðdraganda og dagskrá þessa umfangsmikla verkefnis, sem er hið fyrsta af sínu tagi. Menntamálaráðuneytið hefur unnið að undirbúningi hátíðarinnar fyrir hönd Íslands en hún er skipulögð að frumkvæði Frakka. Sendiráð Frakklands og CulturesFrance, stofnun sem rekin er af franska utanríkis- og menningarmálaráðuneytinu, hafa unnið að skipulagningu hátíðarinnar mánuðum saman en hún er einnig skipulögð í kringum fleiri aðra íslenska menningarviðburði og rammar til að mynda inn Vetrarhátíð og Listahátíð í Reykjavík. Menntamálaráðherra lét þess getið að það væri meðal annars hlutverk stjórnvalda að hvetja til samskipta og kynna erlenda menningu en þetta er í fyrsta sinn sem íslenska ríkið býður annarri þjóð að kynna menningu sína, listir, viðskipti og vísindi með þessum hætti. Nicole Michelangeli rak hugmyndina að baki Pourquoi pas? til íslensku menningarkynningarinnar sem skipulögð var í París fyrir nokkrum árum en hún þótti lukkast með afbrigðum vel. Þegar Nicole tók við embætti sendiherra var hún staðráðin í að skipuleggja sambærilega franska menningarkynningu hér á landi sem nú er að verða að veruleika. Hún viðurkenndi þó að sig hefði ekki órað fyrir því að umsvif þessarar hátíðar ættu eftir að verða sem raun ber vitni enda er verkefnið af einstakri stærðargráðu. Nicole lagði enn fremur áherslu á að mikilvægt væri að rækta vináttusamband þjóðanna tveggja sem ættu margt sameiginlegt - ekki síst stolt sitt af tungumáli sínu, menningu og sögu. Dagskráin er raunar hafin því forskot var tekið á sæluna með opnun sýningarinnar Frelsun litarins í Listasafni Íslands í desember. Þar má nú sjá verk eftir fræga franska meistara expressjónismans, svo sem Renoir og Matisse, en vakin skal athygli á því að sýningunni lýkur annan sunnudag. Annað lítið forskot verður einnig tekið á morgun eins og fréttin hér til hliðar ber með sér. Formleg opnunarhátíð Pourquoi pas? helst í hendur við opnun Vetrarhátíðar í Reykjavík næstkomandi fimmtudag þegar leikið verður á sannkallað eldorgel á Austurvelli en þar verður franski ofurhuginn Michel Moglia á ferð. Síðan verður boðið upp á kynningar, kvikmyndir, leiklist, dans og tónlist fyrir allra hæfi, fjörið verður að finna um allt land og taka flestar menningar- og listastofnarnir höfuðborgarsvæðisins virkan þátt í hátíðarhöldunum. Hver viðburðurinn rekur annan uns Listahátíð í Reykjavík hefst með glæsilegri innkomu franska götuleikhússins Royal de Luxe sem rekur einmitt smiðshöggið á franska vorið hinn 10. maí. En þá verður vonandi komið íslenskt vor líka. Nánari upplýsingar um dagskrá Pourquoi pas? er að finna á síðunni www.fransktvor.is. Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Efnt var til fundar í Ráðherrabústaðnum í gær þar sem franska menningarveislan Pourquoi pas? var kynnt. Sú þrettán vikna franska veisla hefst í næstu viku og eiga landsmenn á góðu von; hingað munu streyma listamenn, fræðimenn og aðrir andans menn til að gleðja og fræða um flest það sem franskt er, hvort sem það tengist menningu, matargerð, trúisma eða viðskiptum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og franski sendiherrann Nicole Michelangeli kynntu aðdraganda og dagskrá þessa umfangsmikla verkefnis, sem er hið fyrsta af sínu tagi. Menntamálaráðuneytið hefur unnið að undirbúningi hátíðarinnar fyrir hönd Íslands en hún er skipulögð að frumkvæði Frakka. Sendiráð Frakklands og CulturesFrance, stofnun sem rekin er af franska utanríkis- og menningarmálaráðuneytinu, hafa unnið að skipulagningu hátíðarinnar mánuðum saman en hún er einnig skipulögð í kringum fleiri aðra íslenska menningarviðburði og rammar til að mynda inn Vetrarhátíð og Listahátíð í Reykjavík. Menntamálaráðherra lét þess getið að það væri meðal annars hlutverk stjórnvalda að hvetja til samskipta og kynna erlenda menningu en þetta er í fyrsta sinn sem íslenska ríkið býður annarri þjóð að kynna menningu sína, listir, viðskipti og vísindi með þessum hætti. Nicole Michelangeli rak hugmyndina að baki Pourquoi pas? til íslensku menningarkynningarinnar sem skipulögð var í París fyrir nokkrum árum en hún þótti lukkast með afbrigðum vel. Þegar Nicole tók við embætti sendiherra var hún staðráðin í að skipuleggja sambærilega franska menningarkynningu hér á landi sem nú er að verða að veruleika. Hún viðurkenndi þó að sig hefði ekki órað fyrir því að umsvif þessarar hátíðar ættu eftir að verða sem raun ber vitni enda er verkefnið af einstakri stærðargráðu. Nicole lagði enn fremur áherslu á að mikilvægt væri að rækta vináttusamband þjóðanna tveggja sem ættu margt sameiginlegt - ekki síst stolt sitt af tungumáli sínu, menningu og sögu. Dagskráin er raunar hafin því forskot var tekið á sæluna með opnun sýningarinnar Frelsun litarins í Listasafni Íslands í desember. Þar má nú sjá verk eftir fræga franska meistara expressjónismans, svo sem Renoir og Matisse, en vakin skal athygli á því að sýningunni lýkur annan sunnudag. Annað lítið forskot verður einnig tekið á morgun eins og fréttin hér til hliðar ber með sér. Formleg opnunarhátíð Pourquoi pas? helst í hendur við opnun Vetrarhátíðar í Reykjavík næstkomandi fimmtudag þegar leikið verður á sannkallað eldorgel á Austurvelli en þar verður franski ofurhuginn Michel Moglia á ferð. Síðan verður boðið upp á kynningar, kvikmyndir, leiklist, dans og tónlist fyrir allra hæfi, fjörið verður að finna um allt land og taka flestar menningar- og listastofnarnir höfuðborgarsvæðisins virkan þátt í hátíðarhöldunum. Hver viðburðurinn rekur annan uns Listahátíð í Reykjavík hefst með glæsilegri innkomu franska götuleikhússins Royal de Luxe sem rekur einmitt smiðshöggið á franska vorið hinn 10. maí. En þá verður vonandi komið íslenskt vor líka. Nánari upplýsingar um dagskrá Pourquoi pas? er að finna á síðunni www.fransktvor.is.
Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira