Nistelrooy segir Ferguson hafa sparkað í sál sína 16. febrúar 2007 19:30 Ruud van Nistelrooy hefur staðið sig ágætlega með Real Madrid í vetur. MYND/Getty Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy hefur tjáð sig í fyrsta sinn um hvað það var sem olli trúnaðarbresti hans og Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd. á síðustu leiktíð. Ósættið leiddi til þess að Nistelrooy var seldur til Real Madrid í sumar, og segist sá hollenski hafa hafnað AC Milan og Bayern Munchen áður en hann ákvað að skrifa undir hjá spænska stórliðinu. "Það varð trúnaðarbrestur á milli tveggja einstaklinga," segir Nistelrooy um deilu sína við Alex Ferguson í samtali við World Soccer tímaritið. "Ég sprakk á úrslitaleiknum í deildarbikarnum í fyrra og lét ýmis fúkyrði falla í átt að Ferguson vegna þess að mér fannst hann hafa sparkað í sál mína." "Eftir þessa uppákomu varð samband okkar aldrei samt. Tengslin dóu og við fórum í sitthvora áttina. Það er mikil synd, því samband okkar fram að þessum tíma hafði verið með besta móti," segir Nistelrooy og bætir við að hann hafi lengi borið kala til Ferguson. "Það er mikið af leikjum Man. Utd. sýndir hér á Spáni. Og í fyrstu leikjunum sem ég sá og Ferguson brá fyrir þá hugsaði ég: 'Þarna er hann, helvítis....' En núna er reiðin runnin af mér og fyrir mér er þetta gleymt og grafið." Í viðtalinu segir Nistelrooy einnig frá því að hann hafi hafnað tilboði frá AC Milan og Bayern Munchen áður en hann gekk í raðir Real Madrid. "Ég hefði getað farið annað en Real Madrid er stærsta félag í heimi svo að ég gat ekki neitað því. Man. Utd. er stórt félag en Real Madrid er á allt öðru stigi," segir Nistelrooy, sem þó leiðist greinilega ekki að skjóta létt á Ferguson. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy hefur tjáð sig í fyrsta sinn um hvað það var sem olli trúnaðarbresti hans og Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd. á síðustu leiktíð. Ósættið leiddi til þess að Nistelrooy var seldur til Real Madrid í sumar, og segist sá hollenski hafa hafnað AC Milan og Bayern Munchen áður en hann ákvað að skrifa undir hjá spænska stórliðinu. "Það varð trúnaðarbrestur á milli tveggja einstaklinga," segir Nistelrooy um deilu sína við Alex Ferguson í samtali við World Soccer tímaritið. "Ég sprakk á úrslitaleiknum í deildarbikarnum í fyrra og lét ýmis fúkyrði falla í átt að Ferguson vegna þess að mér fannst hann hafa sparkað í sál mína." "Eftir þessa uppákomu varð samband okkar aldrei samt. Tengslin dóu og við fórum í sitthvora áttina. Það er mikil synd, því samband okkar fram að þessum tíma hafði verið með besta móti," segir Nistelrooy og bætir við að hann hafi lengi borið kala til Ferguson. "Það er mikið af leikjum Man. Utd. sýndir hér á Spáni. Og í fyrstu leikjunum sem ég sá og Ferguson brá fyrir þá hugsaði ég: 'Þarna er hann, helvítis....' En núna er reiðin runnin af mér og fyrir mér er þetta gleymt og grafið." Í viðtalinu segir Nistelrooy einnig frá því að hann hafi hafnað tilboði frá AC Milan og Bayern Munchen áður en hann gekk í raðir Real Madrid. "Ég hefði getað farið annað en Real Madrid er stærsta félag í heimi svo að ég gat ekki neitað því. Man. Utd. er stórt félag en Real Madrid er á allt öðru stigi," segir Nistelrooy, sem þó leiðist greinilega ekki að skjóta létt á Ferguson.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira